Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 52
Viðtal 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015 S teingrímur Dúi Másson vinnur nú að því að klára þáttaröðina Rúntinn, sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um rúnt- inn í tíu bæjum og þorpum á Íslandi. Eftir að hafa gert samning við Ís- lensku kvikmyndasamsteypuna lagði hann land undir fót sumarið 1999 ásamt Bjarka Kaikumo hljóðmanni og Ísold Uggadóttur aðstoðarleikstjóra. Þau leigðu amerískan húsbíl og heimsóttu Akranes, Akureyri, Blönduós, Egilsstaði, Hólmavík, Höfn í Hornafirði, Ísafjörð, Keflavík, Reykjavík og Vestmannaeyjar. Viðar H. Gíslason tónlist- armaður og Ólafur Jónsson arkitektanemi voru ráðnir sem leikarar og umsjónarmenn myndarinnar. Framleiðandi Rúntsins er Friðrik Þór Friðriksson og segir Steingrímur Dúi hann hafa kveikt strax á hugmyndinni og sett hana í gang. Tveimur mánuðum síðar voru þau lögð af stað í ferðlagið en tekið var upp föstudags- og laugardagskvöld fimm helgar í júní fram í ágúst. Í lok sumarsins stóð Steingrímur Dúi uppi með um 120 klukkustundir af upp- teknu efni en verkefnið strandaði á því að fjármagn fékkst ekki til að klára það. Upphaflega stóð til að gera heimild- armynd í fullri lengd en nú stefnir hann á að gera allt að tíu þátta röð. Ástæðan fyr- ir því að hann ætlar sér að klára verk- efnið núna er að hann gerði meistaraverk- efni sitt í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst um rúntinn og lagð- ist í rannsóknir á upptökunum. Talsmáti og húmor verða grófari Upphaflega hugmyndin að myndinni kom þegar hann var laxveiðileiðsögumaður eitt sumar í Víðidalsá. „Þá fórum við, þá ungir strákar, alltaf á Blönduós um helgar. Mér fannst rúnturinn svo fyndinn þar, var bara eitt strik. Þá byrjaði að blunda í mér hugmyndin að það væri gaman að gera heimild um þetta. Ég hef lengi haft áhuga á grasrótarmenningu, hún hefur alltaf heillað mig, illgresið, sem getur verið fal- legt líka,“ segir leikstjórinn og útskýrir að Rúnturinn sé mikilvæg og hreinskilnisleg heimild um jaðarmenningu í íslensku sam- félagi. „Að mörgu leyti er þetta frekar ljót menning, sjoppumenning með majónes- samlokum og áfengisneyslu, en svo er eitt- hvað mjög fallegt við hana líka, eitthvað séríslenskt.“ Hann segir rúntinn vera tímabundna uppreisn til að komast út úr hversdeg- inum. „Ég fann þarna samlíkingu með karnivali miðalda en í því sambandi studd- ist ég við rússneska heimspekinginn Mikhaíl Bakhtín; hömlum er lyft, bæði talsmáti og húmor verða grófari,“ segir hann. Vissuð þið áður en þið lögðuð af stað að það væri rúntur á öllum þessum stöðum? „Nei, og sumt var beinlínis húmor, eins og að fara á Hólmavík. Ég var viss um að það væri ekki rúntur þar en svo reyndist bara vera öflugur rúntur þar og það kom okkur á óvart,“ segir hann en vissulega voru bílarnir ekki margir. Vegasjoppur tengjast oftar en ekki rúnt- inum, segir Steingrímur Dúi. „Þar hópast fólk saman og skiptir um bíla.“ Viðar og Ólafur voru leikarar þó að það hafi ekki verið gefið upp. „Við bjuggum til karaktera og gáfum þeim ákveðna eig- inleika eins og mjög mikinn áhuga á rúnt- inum og bílum, fíkn í ruslfæði, karlrembu- leg viðhorf til kvenna, vöntun á fáguðum smekk og fleira,“ segir hann. Hann segir að fólk hafi ekki alveg náð að átta sig á þeim og reynt að finna þetta Tímabundin uppreisn í hversdeginum RÚNTURINN ER MIKILVÆG OG HREINSKILNISLEG HEIMILD UM JAÐARMENNINGU Í ÍSLENSKU SAMFÉLAGI, SEGIR STEINGRÍMUR DÚI MÁSSON KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR. HANN STEFNIR NÚ Á AÐ KLÁRA VERKIÐ SEM HANN BYRJAÐI Á ÁRIÐ 1999. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Margar af gömlu vega- sjoppunum eru horfnar eða hafa breyst mikið. Allt myndefnið var tekið upp á fimm helgum sumarið 1999. Upptökuaðferðin eða reglurnar sem unnið var eftir í Rúntinum voru undir áhrifum frá dogma-myndunum og stefnu- yfirlýsingu Lars Von Triers og Thomasar Vinterbergs. Vissum reglum varðandi upptökur varð að fylgja eins og til dæmis að ekki mátti nota uppstillt kvikmynda- ljós eða taka upp sömu senuna tvisvar.  Tískuklæðnaður var bannaður hjá starfsmönnum.  Bannað var að ræða um upptökurnar til að það spyrðist ekki út að verið væri að gera heimildarmynd um rúntinn.  Lýsingarorðin hallærislegt og kjánalegt voru talin jákvæð í tengslum við upptökurnar.  Haft var í huga að innihald vegur þyngra en tæknileg gæði.  Ekki var nauðsynlegt að fela upp- tökufólk í myndinni, hljóðmaður eða annar tæknimaður máttu sjást.  Umsjónarmennirnir máttu stundum vera undir áhrifum áfengis til að falla inn í hópinn. STEFNUYFIRLÝSING RÚNTSINS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.