Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 54
Á dögunum kom út í Bandaríkj- unum nýr einleiksdiskur Hlífar Sigurjónsdóttur fiðluleikara, Dialogus, með verkum fyrir einleiksfiðlu sem samin hafa verið fyrir hana gegnum árin. Verkin eru eftir Jónas Tómasson, Karólínu Eiríksdóttur, Svisslendinginn Alfred Felder, bandarískan kollega hans, Merrill Clark, Rúnu Ingimundar og Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Haustið 2012 hóf Hlíf röð sex tónleika til heiðurs fiðlu- og tónmenningu Suður-Þingeyinga, tónleika- röð sem lauk vorið eftir en hún kom fram í fimm kirkjum í sýslunni og lék meðal annars á öllum þeirra verk eftir J.S. Bach og frum- flutti tónverk sem hljóma á diskinum nýja. Árið 2008 sendi Hlíf frá sér tvöfaldan disk þar sem hún flytur einleiksverk Bachs fyrir fiðlu á glæsilegan hátt. Hún segist líta svo á að þessi tónlist hans sé stofninn í vestrænni tónlist og önnur vestræn tónlist sé greinar út frá honum. Og með útgáfunni vildi hún minn- ast kennara síns, Björns Ólafssonar kons- ertmeistara. „Fyrsta fiðlan kemur í Þingeyjarsýslurnar árið 1851, í farteski Voga-Jóns þegar hann kom frá smíðanámi í Kaupmannahöfn,“ segir Hlíf þar sem við sitjum í hinni notalegu kaffi- stofu í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, safninu sem stofnað var utan um verk föður hennar, myndhöggvarans snjalla. „Þá hófst hið mesta æði og vildu helst allir spila á fiðlu. Fiðluæðið þar varaði í tæp hundrað ár,“ segir hún. Í skrá sem sett var saman vegna tónleikaraðar Hlífar fyrir norðan má sjá kort þar sem með punkti er sýnt á hvaða bæjum var til fiðla; þeir voru ótrúlega marg- ir, skipta tugum. Hlíf bendir á þessi forvitnilegu menningartengsl milli Íslands og Danmerkur, sem birtast meðal annars í komu fiðlunnar norður. Hún er sjálf afkomandi slíkra tengsla, Sigurjón og dönsk kona, Birg- itta Spur, felldu hugi saman, gengu í hjóna- band, eignuðust börn og eftir lát Sigurjóns stóð hún að stofnun þessa merka safns um líf og list Sigurjóns. „Ég er heilluð af makalausu sambandi þess- ara tveggja þjóða,“ segir Hlíf, eitt barna hjónanna. „Þjóðirnar fengu svo mikið hvor frá annarri.“ Á dögunum minntist hún þessara tengsla í hugvekju í tali og tónum í safninu, í tengslum við einstaklega áhugaverða sýningu í Listasafni Sigurjóns á teikningum sem Dan- inn Johannes Larsen vann sumrin 1927 og 1930 hér á landi fyrir danska útgáfu Íslend- ingasagnanna – þar er annað dæmi um for- vitnilega samvinnu og tengsl þjóðanna. Næst á dagskrá Hlífar er röð einleiks- tónleika í Danmörku og í Berlín. Þeir fyrstu verða í Husby kirkju á Fjóni 12. apríl næst- komandi. Hlíf kallar þá „Rætur“ enda var móðurafi hennar prestur í kirkjunni í þrjá áratugi. Í kjölfarið verður hún með tónleika í Sønderborg á Jótlandi, í nýja Norðuratlants- hafshúsinu í Óðinsvéum, í bústað íslenska sendiherrans í Kaupmannahöfn og loks í nor- rænu sendiráðsbyggingunni í Berlín. Áhugi hverfur með kynslóðunum Hlíf segir sögu af dönskum verkfræðingi, miklum unnanda samtímatónlistar og flutn- ings hennar, sem fékk hana til að koma til Danmerkur til að leika verk Jónasar Tóm- assonar, Vetrartré, í sjötugsafmæli sínu. „Annar vildi síðan fá mig til að leika verk eftir Bach í Danmörku og það endaði á því að ég mun flytja þessi verk á tónleikunum í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og kynni þá einnig nýja diskinn,“ Hlíf ítrekar þá skoðun sína að Bach sé und- irstaðan í vestrænni tónlist, undirstaða sem Björn Ólafsson hafi haldið að henni og frætt um þegar hún var að læra hjá honum. „Það er svo mikilvægt að vekja fólk til með- vitundar um gildi þessarar tónlistar, um grunninn,“ segir Hlíf. „ Og það er mikilvægt að halda grunninum við. Við Íslendingar höf- um svo mikið fallið inn í það ferli að vilja vera fræg og rík eins og skot, og hunsa þessa und- irstöðu, menntun og þjálfun. Mér finnst að tónlistarskólarnir hafi helst staðið sig í þessu. Sem dæmi finnst mér að í myndlistinni hafi uppeldisstefnan byggst á því að fólk eigi bara að vera nógu sniðugt og geta gert eitthvað nýtt sem enginn þarf að hafa kunnað áður. Auðvitað á það líka rétt á sér en ekki á kostn- að undirstöðunnar sem byggt er á.“ Í haust sem leið hélt Hlíf norður í land ásamt Árna Heiðari Karlssyni píanóleikara að leika á þrennum tónleikum, í Þorgeirskirkju, Skjólbrekku og á Galtalæk. Hún segir áheyr- endur hafa verið þakkláta og glaða en þeir hafi verið fáir. „Ég sá að þessi kynslóð sem ólst upp við að hlusta á þessa tónlist sem við fluttum, það er tónverk eftir fiðluleikarann Fritz Kreisler, er að hverfa,“ segir hún. „En þetta var tónlistin sem útvarpið miðlaði á ár- um áður. Nú heyrir það til undantekningar að heyra þessa ljúfu tóna á öldum ljósvakans. En hvað er til ráða? Þetta snýst um uppeldið í landinu og það er stórpólitískt mál, hvernig menningu við viljum hafa í þessu landi. Áhug- inn hverfur með kynslóðunum nema við höld- um honum við. Það sem búið er að byggja upp er svo fljótt að glatast.“ Ég hef ekkert val Hlíf fékk á dögunum starfslaun listamanna til þriggja mánaða, vegna tónleikaferðarinnar um Danmörku og í Berlín og er þakklát, segir þau létta sér lífið. „Maður getur haldið haus sem manneskja,“ segir hún. Það hlýtur að vera krefjandi að mæta áheyrendum ein á sviðinu. Á það vel við hana? „Ég hef ekkert val. Þegar ég stóð á þessari frábæru sýningu, Spor í sandi, sem var sett upp með verkum föður míns hér og í Lista- safni Íslands, síðastliðið sumar, þá uppgötvaði ég ákveðnar tengingar milli þess sem faðir minn gerði og þess sem ég er að fást við. Það krefst frjórrar hugsunar að túlka nýsamin tónverk og um leið eru þetta forréttindi. Ég tekst á við þessi spennandi verk sem hafa verið samin fyrir mig og mitt bákn, allar sóló- „Þrotlaus vinna mömmu gerði það að verkum að þetta merka safn varð til,“ segir Hlíf. Þær Birgitta Spur móðir hennar sitja hér í kaffistofu Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar á Laugarnesi, sem Birgitta stofnaði. Morgunblaðið/Golli HLÍF SIGURJÓNSDÓTTIR FIÐLULEIKARI HEFUR SENT FRÁ SÉR NÝJAN GEISLADISK OG ER Á LEIÐ Í TÓNLEIKAFERÐ „Verð að gera eins og pabbi“ „ÞAÐ ER SVO MIKILVÆGT AÐ VEKJA FÓLK TIL MEÐVITUNDAR UM GILDI ÞESSARAR TÓNLISTAR, UM GRUNNINN,“ SEGIR HLÍF SIGURJÓNSDÓTTIR FIÐLU- LEIKARI UM VERK J.S. BACHS SEM HÚN HEFUR HLJÓÐRITAÐ OG LEIKUR NÆST Í TÓNLEIKAFERÐ UM DANMÖRKU, AUK NÝRRA VERKA. HLÍF HEFUR ÁKVEÐNAR SKOÐANIR Á MENNINGARLEGU UPPELDI OG SEGIR MÓÐUR SINNI AÐ ÞAKKA AÐ SAFNIÐ MERKA UM VERK FÖÐUR HENNAR VARÐ TIL. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nýr diskur Hlífar. 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015 Menning

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.