Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Qupperneq 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015 „Landnámssögur – arfur í orðum“ er heiti sýningar sem verður opnuð í dag, laugar- dag, klukkan 16, í húsi Landnámssýningar- innar í Aðalstræti 16. Á sýningunni má sjá fjögur handrit og eitt fornbréf sem tengjast með einum eða öðrum hætti landnámi og sögu Reykjavíkur. Textar handritanna eru Landnámabók, Íslendingabók, Kjalnes- ingasaga og Jónsbók en fornbréfið greinir frá sölu Reykjavíkur. Þá eru efni sýningar- innar einnig gerð skil með hjálp margmiðl- unar. Sýningin er unnin í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona sýningarhönnuður. LANDNÁMSSÖGUR HANDRIT SÝND Handritin og fornbréfið á sýningunni eru fengin að láni frá Stofnun Árna Magnússonar. Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson frá Tjörn flytja sönglög á sýningunni. Um helgina lýkur í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar í Laugarnesi hinni áhugaverðu sýningu „Listamaður á söguslóðum“ með teikningum sem danski listmálarinn Johannes Larsen vann hér á landi sumrin 1927 og 1930. Á morgun, sunnudag, klukkan 15 mun sýn- ingarstjórinn Vibeke Nørgaard Nielsen kynna dagskrá í safninu þar sem frumsýnd verður ný kvikmynd um Íslandsferðir Johannesar Lar- sens. Síðan ætla Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson frá Tjörn að flytja dönsk og íslensk sönglög. Á sýningunni hefur verið bætt við teikningu sem Larsen teiknaði á Þingvöllum 1927. Hún var prentuð í hátíð- arútgáfu Íslendingasagna 1930, en lengi var ekki vitað hvar hún var niðurkomin, fyrr en nýlega er hún fannst í einkaeigu á Íslandi. LARSENSÝNINGU LÝKUR SÝNA KVIKMYND Kammerkórinn Schola cantorum heldur tónleika í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 17. Yf- irskrift þeirra er Vernans Rosa, sem merkir blómstrandi rós og vísar til Maríu meyjar sem fær þau boð frá Gabríel erkiengli að hún verði þunguð og muni fæða sveinbarn sem hún skuli láta heita Jesú. Kórinn syngur verk eftir marga meistara endurreisnarinnar frá Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Englandi og Nið- urlöndum. Tónskáldin lofsyngja Maríu í fjöl- radda, tímalausum tónvefnaði sem mun líða um hvelfingar Hallgrímskirkju. Stjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson. TÓNLEIKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU VERNANS ROSA Hörður Áskelsson Sýningin „Fletir“ verður opnuð í höfuðstöðvum Arion banka, Borg- artúni 19 í dag, laugardag, klukkan 13.30. Sýnd verða verk fjögurra listamanna ólíkra kynslóða, þeirra Ragnheiðar Jónsdóttur Ream (1917-1977), Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur (1976) og Hugsteypunnar, sem er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu og Þórdísar Jóhann- esdóttur (1979). Sýningin verður opnuð með fyrirlestri Aldísar Arn- ardóttur listfræðings um verk listamannanna, sem hún nefnir „Hin kvika kompósisjón“. Á sýningunni verður að finna úrval verka eftir Ragnheiði, ný verk eftir Ingunni Fjólu sem gerð voru sérstaklega fyrir sýninguna, auk verka úr seríunni „Sviðsett málverk“ eftir Hugsteypuna. Í verkum listamannanna er unnið með hugmyndafræði og útfærslu málverksins á ólíkan hátt. Hjá þeim má þó greina sameiginlegan þráð þar sem kröftugt litasamspil, línur og formræn uppbygging eiga í dýnamísku sambandi og fanga athygli áhorfandans. Í Arion banka hafa á und- anförnum árum verið settar upp metnaðarfullar sýningar sem þessi. Ragnheiður Jónsdóttir Ream: Brávellir, 1974, olía á striga. Birt með leyfi Listasafns Íslands. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir: Hluti verksins Kompósisjón í tíbrá, 2013. Blönduð tækni. Hún hefur vakið athygli fyrir innsetningar. VERKUM EFTIR RAGNHEIÐI JÓNSDÓTTUR REAM, INGUNNI FJÓLU INGÞÓRSDÓTTUR OG HUGSTEYPUNA ER STEFNT SAMAN Á SÝNINGU Í ARION BANKA. SÝNINGIN VERÐUR OPNUÐ MEÐ FYRIRLESTRI Í DAG. SÝNA VERK LISTAKVENNA ÓLÍKRA KYNSLÓÐA Í ARION BANKA Ólíkir fletir í myndlistinni Verk eftir Hugsteypuna: Svið- sett málverk 05.01., 2014. Menning Þetta er gott verk hjá Kristínu. Ísköldhversdagskómedía skástrik drama,“segir Ólafur Egill Egilsson leikari, leik- gerðasmiður og handritshöfundur. Nú er hann í hlutverki leikstjórans og að tala um nýtt leikrit eftir Kristínu Eiríksdóttur, Hystory, en það verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleik- hússins á föstudagskvöldið kemur, 27. mars. Leikhópurinn Sokkabandið stendur fyrir sýn- ingunni og fara Elma Lísa Gunnarsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Birgitta Birg- isdóttir með hlutverkin í verkinu en tónlist- armaðurinn Högni Egilsson, bróðir Arndísar, kemur til liðs við hópinn ásamt Valdimar Jó- hannssyni fjöllistamanni. Hystory er sam- starfsverkefni Sokkabandsins og Borgarleik- hússins og er þriðja leikrit Kristínar sem er myndlistarmenntaður rithöfundur, hin eru Karma fyrir fugla, sem hún samdi ásamt Kari Ósk Grétudóttur, og sýnt var í Þjóðleikhúsinu, og Skríddu, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Rembast við að opna lásana „Verkið fjallar um þrjár konur rétt undir fer- tugu sem eru á ólíkum stað í lífinu,“ segir Ólafur Egill. „Þær voru bestu vinkonur þegar þær voru fimmtán en hafa ekki talað saman í tuttugu og fimm ár. Eru ekki einu sinni vin- konur á Facebook. Ein þeirra er hinsvegar gengin í mannræktarsamtök og farin að vinna í sjálfri sér, eins og það heitir, og ákveður að kominn sé tími til að „hreinsa“ og kallar hinar tvær á sinn fund eina kvöldstund í þeim til- gangi.“ – Það er semsagt leyndarmál í fortíðinni? „Svo sannarlega…“ svarar hann íbygginn. „Í fortíðinni, aðdragandanum að því sem við erum í dag er oftar en ekki eitthvað sem sam- ræmist ekki þeirri mynd sem við höfum af sjálfum okkur, útvortis og innvortis. Eitthvað sem við höfum á samviskunni og þurfum að hreinsa upp. En hvernig? Það er hægt að þrífa skrokkinn, skeina á sér rassgatið, en sál- ina, er hægt að skeina hana?“ – Er þetta nýja leikrit Kristínar ólíkt henn- ar fyrri verkum? „Ja. Þetta er örlítið jarðbundnara verk í forminu. En samt er það svo að í þessari um- ræddu hreinsun fara hlutirnir dálítið úr bönd- unum hjá þessum ágætu vinkonum…“ – Vannstu að verkinu með Kristínu, hvað framsetningu og leiklausnir varðar? „Ég fékk að fylgjast með þróun þess og fékk aðeins að dramatúrgast á því ásamt Hrafnhildi Hagalín og Tyrfingi Tyrfingssyni. Ég er mikill aðdáandi Kristínar og fannst verkið fjalla um málefni sem mér var hug- leikið, leitinni að lyklunum. Við sem erum að nálgast miðbikið, hvort sem það er mælt í líf- aldri eða öðru, erum máski komin í ákveðnar skorður; þetta starf, þessi maki, þessi börn, þessi bíll, þessi íbúð og allt það, en af hverju er allt í stáli? Hvar eru lyklarnir að hamingju- lásnum? Ég er viss um að ég var með þá hérna einhversstaðar – og þá hefst leitin. Það er að minnsta kosti það sem ég er sjálfur að rembast við, að opna lásana og vera eins þakk- látur fyrir hvern nýjan dag eins og ég mögu- lega get. Finna þessa andskotans lyklakippu.“ Útrás fyrir annað í skrifunum – Leikskáldið Kristín kemur víða við í skáld- skapnum og það sama má segja um þig, hvað varðar leikhús og kvikmyndagerð, en hefurðu gert mikið af því að leikstýra? „Ég hef leikstýrt á Herranótt og Stúdenta- leikhúsinu, ég setti upp verk Jóns Atla Jón- assonar, Krádplíser og alltaf stóð til að gera meira en aðrar annir hafa tafið. Ég hef verið að skrifa töluvert og meðfram leiklistinni er það orðið mitt aðalstarf.“ – Það hlýtur að vera tímafrekt að hella sér í svona leikstjórnartörn. „Jú, ég er auðvitað á samningi í Þjóðleik- húsinu, en blessunarlega raðaðist leikárið þannig upp hjá mér að ég hafði lausan tíma. Ég er reyndar líka að æfa fyrir tónleika- uppfærslu á Jesus Christ Superstar í Hörpu og að skrifa kvikmyndahandrit sem kallast Eiðurinn og strax eftir tónleikana og frum- sýninguna nú um mánaðamótin fer ég í loka- umskrif á handritinu.“ – Þetta vinnur allt saman. Og þú ert líka að leika, til að mynda í Sjálfstæðu fólki, þar sem þú skrifaðir líka leikgerð er það ekki? „Jú, með Atla Rafni og Símoni Birgissyni. Mér finnst þetta allt styðja við hvert annað, að skrifin geri mig að ögn skárri leikara og vonandi öfugt. ÓLAFUR EGILL EGILSSON LEIKSTÝRIR NÝJU LEIKRITI EFTIR KRISTÍNU EIRÍKSDÓTTUR Ísköld hversdags- kómedía skástrik drama „ÉG LÍT SVO Á AÐ SEM LEIKSTJÓRI SÉ ÞAÐ MITT AÐ ÖRVA FÓLK,“ SEGIR ÓLAFUR EGILL EGILSSON LEIKARI MEÐ MEIRU SEM LEIKSTÝRIR NÚ NÝJU LEIKRITI KRISTÍNAR EIRÍKSDÓTTUR, HYSTORY, Í BORGARLEIKHÚSINU. HANN ER EINNIG AÐ SKRIFA HANDRIT AÐ KVIKMYND, EIÐNUM, SEM BALTASAR KORMÁKUR HYGGST LEIKSTÝRA. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Leikkonurnar í hlutverkum sínum í Hystory; Elma Lísa Gunnarsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Birgitta Birgisdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.