Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Qupperneq 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Qupperneq 57
22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Tvíburasysturnar Ásthild- ur og Jófríður Ákadóttir sem hafa leikið saman í Pas- cal Pinon en einnig með öðrum tónlistarhópum, koma fram einar í Mengi í kvöld, hvor á eftir ann- arri, og leika frumsamda tónlist. Dag- skráin hefst klukkan 21. 2 Hin áhugaverða Al- þjóðlega barnakvik- myndahátíð hófst á fimmtudag og stendur nú yf- ir í Bíó Paradís. Sýndar eru áhuga- verðar kvikmyndir frá ýmsum lönd- um fyrir alla fjölskylduna – nú er um að gera að drífa sig í bíó með börnin. 4 Harpa Björnsdóttir sýning- arstjóri ræðir á sunnudag klukkan 15 við gesti Ás- mundarsafns um sýninguna Vatnsberinn – Fjall + kona. Þar eru verk Ásmundar Sveinssonar sýnd með verkum sjö samtímalistamanna. 5 Rakel Pétursdóttir safnafræð- ingur leiðir á morgun, sunnu- dag klukkan 14, gesti Lista- safns Íslands um hina áhuga- verðu sýningu Konur stíga fram - svipmyndir 30 kvenna í íslenskri mynd- list. Sýningin byggir á listaverkum kvenna, að mestu úr fórum Listasafns- ins, sem vitna um vitundarvakningu kvenna og þátt myndlistar í staðfest- ingu á sjálfsmynd þeirra. 3 Hinar árlegu Músíktilraunir hefjast í Norðurljósasal Hörpu klukkan 18.30 á sunnu- dagskvöld. Það gefst gestum kostur á að kynnast vaxtabroddunum í íslenskri dægurtónlist og má búast við góðri skemmtun öll kvöldin. MÆLT MEÐ 1 „Við flytjum blöndu laga eftir mig og djass- standarda,“ segir djasspíanistinn ungi Anna Gréta Sigurðardóttir um efnisskrá tónleika sinna í Hannesarholti á morgun, sunnudag, klukkan 15. Anna Gréta útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH síðastliðið vor en stund- ar nú framhaldsnám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Með henni á tónleikunum leika þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Einar Scheving trommu- leikari. Sérstakur gestur verður saxófónleik- arinn Sigurður Flosason, faðir Önnu. Anna Gréta, sem er tvítug, var nýverið valin „bjartasta vonin“ í flokki djass- og blústón- listar á Íslensku tónlistarverðlaununum. Anna Gréta segir tónsmíðar sínar sem munu hljóma á tónleikunum vera „djasslög, ekki alveg hefðbundin“. Hún segist semja í lotum, „stundum mikið, stundum ekki neitt“. Í Stokkhólmi leggur hún stund á nám í flutningi djasstónlistar, í einka- og hóptím- um, og samspili, auk þes sem hún kynnist áhugaverðu fólki. Og er námið krefjandi? „Algerlega. Þetta er frekar opið nám þannig að maður tekur nokkuð sína stefnu en það byggist líka á því að fólk búi þegar yfir ákveðinni grunnþekkingu.“ Þegar hún er spurð hvort það hafi verið auðvelt val að feta í fótspor Sigurðar föður síns og fara að leika djass segir Anna Gréta: „Ekki spurning! Ég byrjaði að spila klassískt þegar ég var átta ára og hélt því áfram þar til ég var fjórtán, þá minnkaði áhuginn aðeins. Síðan byrjaði ég að læra djassinn, fór í tíma í FÍH og þegar ég var sextán ára var ég skiptinemi í Bandaríkj- unum og kynntist ýmsu í djassi sem var hvetjandi. Eftir það hélt ég áfram. Það var ekki spurning.“ Hún segir ekki hægt að efast um að það hafi haft áhrif að faðir hennar er í kafi í tónlistinni. „Og það verð- ur skemmtilegt að hann spilar líka með okkur.“ efi@mbl.is DJASSTÓNLEIKAR ÖNNU GRÉTU Í HANNESARHOLTI Frumsamin lög og standardar ANNA GRÉTA SIGURÐARDÓTTIR VAR VALIN „BJARTASTA VONIN“ Í DJASS- OG BLÚSTÓNLIST. HÚN KEMUR FRAM Á TÓNLEIKUM ÁSAMT MEÐSPILURUM Í HANNESARHOLTI. Anna Gréta býður Sigurði Flosasyni föður sínum að leika með í nokkrum lögum. Morgunblaðið/Kristinn – Værir þú til í að sleppa einu, til að mynda því að stíga á svið og leika? „Nei, alls ekki, eins og það er nú vel borgað og vinnutíminn fjölskylduvænn,“ segir hann kíminn. „En nei, ég nýt þess að leika og myndi sjá mikið eftir því, en ég fæ útrás fyrir annað í skrifunum og ég hef verið heppinn að ná að stunda þau meðfram leiklistinni og fyrir það er ég þakklátur. Til dæmis fyrir þol- inmæði minnar ágætu konu, Esther Talíu.“ – Hvað gefa skrifin þér? „Hmm… Sem leikari vinnur maður með meininguna í orðum höfundar og reynir að koma henni til skila en í skrifunum ræður maður orðunum sjálfum, útgangspunktinum. Í leikgerðarvinnunni fer maður svo þarna á milli. Þá þarf að vera verki annars trúr og flytja það yfir í annan miðil og þá fær maður að vera bæði túlkandi og skapandi; leita kjarnans og endurmóta hann að vissu marki svo hann gangi upp í nýu formi. Það að leikstýra er í raun ólík nálgun við sama hlut, leit að kjarna og því að miðla honum – að segja sögur!“ – Þú vinnur að Eiðnum með Baltasar Kor- máki. Það hljómar spennandi. „Já, ég var, ásamt öðrum, með í skrifunum á þáttaröðinni Ófærð sem tökum er nú að ljúka á, það var gríðarstórt verkefni og frábært höf- undateymi sem vann að því undir handleiðslu Sigurjóns Kjartanssonar og Baltasars. Eiðurinn er hins vegar fyrsta handritið sem ég vinn sem byggist á minni hugmynd og ég hef notið þess að fá að þróa það með Sigurjóni og Baltasar og innan hans fyrirtækis Reykjavík Studios. Eið- urinn er mjög persónuleg saga, innblásturinn stóð mér nærri. Innan vébanda fjölskyldunnar og eiginlega við og yfir sársaukamörk, en þau skrif hafa líka verið ákveðin hreinsun, og hún er ekki að virka nema maður finni til.“ Ólafur Egill segir aldrei að vita hvað gerist í heimi kvikmyndanna en mögulega fari Eið- urinn í tökur á þessu ári. „Baltasar hefur lagt mikið til í handritsvinnunni og komið með af- gerandi hætti að þróuninni, eins og í öllu sem hann leggur hönd á.“ Aðspurður játar Ólafur að það sé á stund- um glíma að sinna þessum ólíku verkefnum „Maður er stundum að kljúfa sekúndur, en eru ekki flestir í því á þessu skeri, í tveimur eða þremur störfum til að ná þessum endum í námunda hvorum við annan?“ – En það er ekki verra að geta um leið fengið góða útrás fyrir sköpunarkraftinn? „Það er auðvitað stórkostlegt. Þá gengur maður tvíefldur til verka. Þetta leikstjórn- arverkefni er gott dæmi, það hefur verið þe- rapía að kafa í persónur Kristínar – og hvað notar maður í þá köfun annað en það sjálf sem manni er áskapað. Svo kemur maður úr kafi, svona líka tandurhreinn og hress“ Hann segir allt samstarfsfólkið í verkefninu vera einstaklega öflugt, leikkonurnar þrjár sem aðra aðstandendur. „Þetta eru allt lista- menn með sjálfstæða og skýra sýn. Ég lít svo á að sem leikstjóri sé það mitt að örva fólk, fá það til að vera sem mest skapandi og stilla svo saman strengina. Ég læt öðrum um að dæma hvernig til hefur tekist en persónulega þykir mér samhljómurinn bara nokkuð góður.“ „Það hefur verið þerapía að kafa í per- sónur Kristínar – og hvað notar maður í þá köfun annað en það sjálf sem manni er áskapað. Svo kemur maður úr kafi, svona líka tandurhreinn og hress,“ segir Ólafur Egill sem er hér í hlutverki leik- stjórans í sviðsmynd verksins Hystory. Morgunblaðið/Kristinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.