Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015 Bækur Hátíð bókaáhugafólks stendur jafnanfrá því í október og fram að jólum,en síðan fer allt rólega af stað eftir áramót – þýddar skáldsögur, sjálfshjápar- bækur og stöku endurútgáfa í kilju. Það eru því tíðindi, meiriháttar tíðindi, að út sé kom- in ný skáldsaga eftir einn af okkar helstu höfundum – Flækingurinn eftir Kristínu Óm- arsdóttur. Flækingurinn er Reykjavíkursaga, gerist í Reykjavík skúmaskota, athvarfa og hústöku- hreysa. Bókin segir frá Hrafni, Krumma, mállausum pilti sem flækist um götur Reykjavíkur, lifir á jarði borgarsamfélagsins með- al fólks sem lifir í vímu og ótta og uppgjöf en líka í samhygð, samhjálp og vináttu. Kristín Ómarsdóttir verður hugsi þegar hún er spurð hvaðan Hrafn sé kominn, hvernig per- sónan varð til, en svara svo: „Það má kannski segja að skugginn af honum sé ungur maður sem ég sá oft á göt- unum hér fyrir löngu, en ég átti ekki von á því að hann myndi leiða sögu eftir mig, en ég teikna hann upp á nýtt, breyti honum og gef honum eiginleika sem hann hafði kannski ekki í lífinu,“ segir hún. – Hrafn býr í harkalegum heimi, hörðum og hráum raunveruleika, þó að þar sé vissu- lega líka að finna hlýju og ást. Saman við harkalegt umhverfið fléttar þú svo ævin- týrablæ, kryddar ofurraunveruleikann með óraunveruleika. „Ég hitti einu sinni mann sem var úti- gangsmaður í París í mörg ár og hann sagði mér að það líf sem hans gekk út á var að segja sér sögur. Það bjargaði honum að vera sífellt að segja sér sögur og hann borðaði meira að segja ímyndaðan mat, ímyndaði sér veislumat,“ segir Kristín og bætir við eftir smá þögn: „Svo dag einn var sögusafnið bú- ið, ímyndunaraflið gat ekki meir, og hann fór til byggða aftur,“ segir hún og bætir við að þetta sé aðferð við erfiðar aðstæður, ímynd- unaraflið verði björgunarkútur eða þess- konar sem við grípum í til að farast ekki. – Eins af persónunum sem við kynnumst í upphafi bókarinnar er Laufey Árnadóttir sem „sér fegurð þar sem aðrir sjá grimmd, lýti og útskúfun“. Sama má eiginlega segja um þig, Kristín, því þó að þú sért að lýsa grimmd, lýti og útskúfun þá er líka fegurð í textanum. „Ég trúi því náttúrlega að það sé fegurð í öllu, enginn hlutur geti verið fallegur nema hann sé ljótur líka og öfugt. Fegurð og ljót- leiki lifa saman annars væri annað ekki hitt.“ Kristín segist hafa byrjað að skrifa Flæk- inginn skömmu eftir að Milla kom út, sem var 2012, og var meðal annars tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. „Ég var með aðrar tvær bækur í takinu en lagði þær frá mér og fór að skrifa þessa og hún kom mjög hratt. Þetta gerist kannski á tíu ára fresti að saga komi svona hratt til manns, á meðan aðrar sögur taka mörg ár.“ Ekki var bara að sagan kæmi hratt til Kristínar, eins og hún lýsir því, heldur fór Hrafn aðrar leiðir en hún átti von á – fór sínar eign leiðir. „Þær koma manni alltaf á óvart þessar persónur, eða oftast nær, þær taka einhver völd. Það er alveg pottþétt og mjög skrýtið að þegar maður ætlar að reyna að sveigja þær af leið, reyna að grípa eitthvað inn í þá neita þær og sagan verður einhvern veginn stopp. Ég er ekki að tala eins og þetta séu einhverjar leiðslubókmenntir, en ég lenti allt- af í ógöngum þegar ég reyndi að skipta mér af sögunni og setja hana í einhvern farveg sem mér fannst voða merkilegur eða voða flottur – ég fékk það ekki. Samt var endirinn kominn nokkuð snemma, ég vissi snemma að hverju stefndi, en það var margt annað á leiðinni sem kom á óvart.“ Áhugasamir lesendur ættu meðal annars að gefa gaum að litum í henni og þegar ég vísa í grænan lit í sögunni – græni stóllinn, græni kjóllinn, græn sumarkápa móður Krumma, stúlka í grænni kápu, hvíthærð kona í grænum stól og svo má telja. „Þetta er ekki alveg tilviljun, segir Kristín og bætir við: „Grænn er við- sjárverður í suðuramerískum bókmenntum, en rautt er alls staðar eins,“ segir hún og bendir á konu í rauðri kápu sem sé alltaf eitthvað að stússa. Í bókinni er líka nokkuð um ljóð og ljóðabrot, en Kristín er annars með ljóðabók í smíðum, „ég er nú með mikið af ljóðum og svo eru nokkrar sögur sem ég er ekki alveg búin að festa hugann við, nema eina stutta sögu sem mig langar að skrifa.“ HRAFN FLÆKINGUR Fegurð og ljótleiki lifa saman Kristín Ómarsdóttir segir að enginn hlutur geti verið fallegur nema hann sé ljótur líka og öfugt. Morgunblaðið/Styrmir Kári NÝ SKÁLDSAGA KRISTÍNAR ÓMARSDÓTTIR GERIST MEÐAL FÓLKS SEM BÝR Á JAÐRI SAM- FÉLAGSINS, FÓLKS SEM LIFIR Í VÍMU OG ÓTTA OG UPPGJÖF, EN LÍKA Í ÁST, SAMHJÁLP OG VINÁTTU. * Ég lenti alltaf íógöngum þegar égreyndi að skipta mér af sögunni og setja hana í einhvern farveg sem mér fannst voða merkilegur eða voða flottur – ég fékk það ekki. Perdido Street Station eftir China Miéville verður líklegast að teljast uppáhaldsbókin mín. Bókin gerist í New Crobuzon, stórborg byggð af ótal mörgum furðuverum, þar sem galdrar og iðnaður fara hönd í hönd. Ég las þessa bók þegar ég var í menntaskóla og það var eins og nýr heimur hefði opnast fyrir mér. Ég hafði lesið fullt af fantasíum áð- ur en engin þeirra var með svo ein- staklega furðulegan heim sem var samt algjörlega rótfastur í raun- veruleikanum. New Crobuzon var frábær borg sem dílaði við raun- veruleg vandamál – stéttaskiptingu, verkföll, mótmæli og spillingu. Borgin sjálf var gró- tesk og heillandi og hafði svo volduga nærveru í bók- inni að hún var sem ein aðalpersónanna. Bókin er alls ekki gallalaus, en hún hafði djúpstæð áhrif á mig. Ég komst að því að Miéville var oft kenndur við nýfurðuna, umdeilda og hálfpönkaða stefnu í furðusagnabókmenntum þar sem hinum hefðbundnu fantasíuklisjum var kollvarpað. Það heill- aði mig ótrúlega mikið. Í kjölfarið af lestrinum hófst nýtt tímabil í lestri furðusagna hjá mér. Ég las aðrar bækur eftir Miéville og í framhaldi af því uppgötvaði ég Ursula Le Guin, Mervyn Peake, Gene Wolfe og M. John Harrison, svo aðeins fáir höfundar séu nefndir. Ég hef upptalninguna ekki lengri, en verð að taka fram að nýlega rataði ég á frábært smásagnasafn sem heitir Jagannath, eftir sænska höfundinn Karin Tid- beck. Ég mæli einnig innilega með þeirri bók, sér- staklega fyrir lesendur sem vilja kynnast þessum bók- menntageira. Fyrir nokkrum árum leitaði ég uppi fyrstu útgáfu af Perdido Street Station og fékk höfundinn til að árita hana. Ég á samt enn sjúskuðu kiljuna sem hefur verið lesin fram og aftur af mér og vinum sem ég hef lánað hana. Gott ef mér finnst hún ekki verðmætari. BÆKUR Í UPPÁHALDI ALEXANDER DAN VILHJÁLMSSON Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Alexander Dan Vilhjálmsson hefur dálæti á China Miéville og Perdito Street Station. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.