Morgunblaðið - 24.04.2015, Page 11

Morgunblaðið - 24.04.2015, Page 11
Getty Images/iStockphoto Ótti Margir fyllast miklum ótta þegar þeir rekast á köngulær, en sá ótti virðist vera í genum okkar. tölvuskjá af alls kyns ógeðfelldum fyrirbærum, til dæmis sprautunálum og flugum. Þátttakendur komu lang- oftast fyrst auga á köngulærnar, jafnvel þótt lögun þeirra hefði verið breytt á myndunum. Algengustu og hættulegustu köngulær í Afríku voru svörtu ekkj- urnar, lítil, dökk kvikindi sem yfir- leitt halda sig í skúmaskotum og koma mönnum því að óvörum. Svörtu ekkjurnar gefa frá sér eitur sem veldur vöðvakrampa í allt að viku séu menn bitnir. Rannsakendur segja hæfileikann til að skynja nánd köngulónna og þar með ógnina hafa bjargað mörgum manninum frá slík- um óþægindum í aldanna rás. Rannsóknin í Columbia-háskól- anum rímar við aðra rannsókn sem gerð var í Rutgers-háskólanum í New Jersey, en hún sýndi fram á að jafnvel þriggja ára börn gátu greint köngulær hraðar en önnur handa- hófskennd fyrirbrigði, til að mynda myndir af sveppum eða krókódílum. Svarta ekkjan Ein skæðasta köngulóin er svarta ekkjan, en svo kallast allar tegundir innan ættkvíslarinnar Latrodectus (Theridiidae). Sex tegundir eru þekktar, en Latrodectus macas er yf- irleitt nefnd hin sanna svarta ekkja. Allar þessar köngulær nota öflugt eitur til að lama bráð sína, sem oftast er skordýr. Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár. Eitrið getur valdið fólki miklum sársauka, svima og doða, enda er það fimmtán sinnum öflugra en til dæmis eitur skröltorms, en magnið að vísu minna. Árið 2012 bárust fregnir af svörtu ekkjunni á Íslandi, en hún hafði laumað sér í vínberjaklasa frá Bandaríkjunum. Henni varð ekki langra lífdaga auðið og var hræið flutt í sýnasafn Náttúrufræðistofn- unar Íslands. Getty Images/iStockphoto Úbs! Köngulóartegundir eru margar og misjafnar, sumar ófrýnilegar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2015 Frístundaheimilið í Frostheimum í Frostaskjóli 2 í Reykjavík ætlar að bjóða gestum að spreyta sig á myndasögugerð í dag frá kl 9 til 17, og ímyndunaraflið fær að ráða ferð- inni. Gaman væri að fá krakka úr elstu deildum leikskólanna í Vestur- bænum í heimsókn sem og 2. bekkjar nemendur, þar sem mörg þeirra munu eflaust koma þangað næsta skólaár. Að sjálfsögðu eru allir aðrir hjartanlega velkomnir. Kíktu við og skapaðu þína eigin myndasögu Morgunblaðið/Kristinn Sköpun Það er gaman að teikna. Frjáls sköpun í myndasögugerð Rannsóknarskýrsla um íslensku lopa- peysuna eftir Ásdísi Jóelsdóttur, lektor við Menntavísindasvið HÍ, er komin út. Rannsókn á uppruna, hönn- un og þróun íslensku lopapeysunnar hófst haustið 2014 og var samstarfs- verkefni þriggja safna; Gljúfrasteins, Hönnunarsafns Íslands og Heimilis- iðnaðarsafnsins á Blönduósi. Rannsóknin byggist á frumheim- ildum munnlegra og ritaðra heimilda úr greinum og umfjöllunum. Höfund- urinn vann með bréfasöfn, ljósmyndir og safnmuni og notaðist við prjóna- uppskriftir og auglýsingar í dag- blöðum, tímaritum og bæklingum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að margir áhrifavaldar áttu þátt í að marka upphaf, hönnun og þróun lopapeysunnar, sem er mikilvægur hluti af tæknibyltingu og útflutnings- og hönnunarsögu þjóðarinnar. Rannsóknin hlaut styrk úr Safna- sjóði. Skýrslan er gefin út í rafrænu formi og er aðgengileg á heimasíðum safnanna. Séríslensk frumhönnun Rannsóknarskýrsla um lopa- peysuna, þjóðarímynd landans Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Andrés Kolbeinsson Fínar Sýningarstúlkur í handprjónuðum lopapeysum árið 1961. Réttlæti er mér oft hugleikið og má velta fyrir sér hvernig það er skil- greint. Ástæða þess að réttlæti hefur verið ofarlega í huga mínum und- anfarna daga er sennilega sú að fyrir viku var ég svo lánsöm að fá að sitja ráðstefnu um aðferðir við skýrslu- töku. Ráðstefnuna sóttu rannsókn- arlögreglumenn og stjórnendur lög- regluliða. Eldskarpur breskur réttarsálfræðingur, dr. Becky Milne, var sérstakur gestur á ráðstefnunni en hún hefur aðstoðað lögregluna um víða veröld í strembnum rann- sóknum. Hún útskýrði meðal annars hvernig bresku rannsóknarlögregl- unni hefði tekist að útrýma orðinu „yfirheyrsla“ úr orðaforða sínum og í staðinn væri einfaldlega notast við „rannsóknarviðtal“ eða viðtal. Hér á landi má notast við orðið „skýrslu- taka“ í stað orðsins yfirheyrsla og má segja að það sé ögn vinalegra. Hvernig tengjast vangaveltur mín- ar um réttlæti þessu öllu saman? Jú, í máli Milne kom endurtekið fram að markmið hverrar skýrslutöku væri að fá fram það sem rétt er. Réttlæti væri það sem rannsóknir ættu að snúast um og til að fá hið sanna og rétta fram í skýrslutöku við úrlausn sakamála væri mikilvægt að réttlátum aðferðum væri beitt. Ég velti fyrir mér hvort ekki megi heimfæra hug- myndina um sann- gjarna og réttláta lög- reglurannsókn upp á hversdagsleikann. Hvert og eitt telur sig án efa réttlátt og ganga af sanngirni til verks dags daglega. Eins og réttarsálfræðing- urinn snjalli benti á höfum við eftir sem áður mörg tilhneigingu til að skauta framhjá sannindum sem við túlkum sem lítilfjörleg ef þau koma illa við okkur á einhvern hátt og láta okkur líta aulalega út. Sennilega er best að gæta allrar sanngirni í sam- skiptum manns við aðra til að gæta að réttlætinu og koma hreint og beint fram. Maður þarf nefnilega ekki endilega að vera að kryfja sakamál til mergj- ar til að ná fram réttlæti, því sem betur fer fáumst við nú ekki öll við skýrslu- tökur. Réttlætið ætti til dæmis að vera haft að leiðarljósi í vinnunni, við upp- eldi barnanna, í skólanum og við skil á skattframtal- inu. Þannig gæti heimurinn í besta falli orðið ögn betri! »Réttlæti væri það semrannsóknir ættu að snúast um og til að fá hið sanna og rétta fram í skýrslutöku við úrlausn sakamála væri mikilvægt að réttlátum aðferðum væri beitt. HeimurMalínar Malín Brand malin@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.