Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 6

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 6
1 sinni einkennandi mynd birtist astmi sent köst. Sum geta verið væg, en i öðnnn tilfell- um geta köstin verið alvarlegri — og þeim fylgt lofthungur, ótti og stöðug barátta við að pressa út öndunarloftið. LfFFÆRAFRÆÐI ÖNDUNARFÆRANNA Öndunarlærin skiptast í stöðugt fínni grein- ar frá nefi og góm. Lær sem liafa stærra þver- mál, kallast berkjur -bronkíar-, þær fínni berkjugreinar -bronkíolur-. Þær eru umkringd- ar sléttum vöðvum, sem á vissan hátt vefja sig um veggi berkjanna. Sléttu vöðvarnir geta dregizt saman, óháðir vilja okkar og stjórnast af vissum efnum, eins og til dæmis histamin. Milli vöðvanna í bandvefnum er fjöldi slímkirtla, sem opnast inn í slímhúð berkju- greinanna. Sumir þessara kirtla framleiða þunnt slím, en aðrir mjög seigt slím. Slímhúðin, sem þekur öndunarfærin að inn- an, inniheldur mikið af örfínum æðum, sem veldur því að slímhúðin getur þrútnað ákaf- lega, t. d. við bólgubreytingar. Þessi slímhúð þrútnar fremur á barnsárunum en síðar á ævinni. EINKENNI Einkenni astmans stafa af víðtækri þreng- ingu hinna fínni greina öndunarfæranna (berkjum og berkjugreinum). Þrengingin or- sakast venjulega af samspili: 1) herpingu sléttu vöðvanna, sem umlykja öndunarfærin, 2) þrútnun slímhúðarinnar þar, og 3) aukinni framleiðslu á seigu slími. Þetta veldur öndunarerliðleikum, þar eð útöndunin hindrast vegna þeirrar hindrunar loftstraumsins, sem myndazt hefir. Venjulega er útöndunin áreynslulaus og krefst ekki beinn- ar vöðvabeitingar. Verði á hinn bóginn mót- staða eða straumhindrun, verður að beita vöðvaafli líI að þrýsta loftinu út um hinar þröngu greinar. Þetta getur leitt til svo mik- ils þrýstings frá brjóstkassanum á lungun, að berkjugreinarnar pressist ennþá meira saman. Við astma, sent stafar t. d. af líkamlegri áreynslu, finnum við venjulega sterkan sam- drátt sléttra vöðva í berkjugreinaveggjunum, en við sýkingu í öndunarfærunum stafa önd- unareríiðleikarnir aðallega af þrútnun slím- liúðarinnar og aukinni framleiðslu á seigu slími. Við öndunarerfiðleika, sem framkallast af ofnæmi, er venjulega um að ræða samverkan allra þessara Jniggja Jíátta. FALSKUR ASTMl (PSEUDO-ASTMI) Hjá smábörnum eru berkjur og berkjugrein- ar venjulega Jnöngar, jafnframt því að slím- húðin er tiltölulega Jjykkari en lijá fullorðn- um. Þess vegna þarf ekki mikið til, svo að öndunarvegirnir verði of þröngir hjá smá- börnum. Það getur gerzt við venjulega önd- unarfærasýkingu, saklausa bronkíta og bron- kítislungnabólgu. Þá Jjarf ekki mikið til, svo að öndunin krefjist virkrar vöðvabeitingar hjá barninu. Veggir öndunarfæranna eru jafnframt þunnir og eftirgefanlegir hjá börnum, þannig að aukaþrýstingurinn, sem Jjeir verða fyrir við vöðvaknúða útöndun, hefir nieiri áhrif. I Jjess- um aldurshópi geta Jjví komið fyrir verulegir astmakenndir erfiðleikar, án Jjess, að Jjað sé í nokkru sambandi við raunverulegan astma. Þetta köllum við falskan astma (pseudo-astma), og kemur oft fyrir sem svokallaðir astmatiskir bronkítar. Slíkur falskur astmi kernur fyrir einu sinni eða oftar hjá yfir 20% allra smábarna, en Jjað eldist af Jjeim, eftir Jjví sem öndunar- pípurnar víkka og stífn'a með aldrinum. Stund- um getur verið erfitt að ákveða, hvort urn sé að ræða ekta eða falskt astmakennt ástand og í sumum tilfellum kemur í ljós, að ekta astmi liggur að baki endurteknum tilfellum af astma- tiskum bronkítum. 4 REYKJALU N D U R

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.