Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 12

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 12
« er fyrst og fremst að skrásetja orsakakeðju, finna livað er afgerandi fyrir sjúkdóminn, iivort sem um er að ræða ofnæmi eða önnur atriði. Þar að auki eigurn við að kenna for- eldrum og börnum að fást við sjúkdóminn. Margir þeirra, sem hingað koma, eru mjög markaðir af sjúkdóminum. Til þess að álagið við að vera fjarri heimili sínu, verði sem minnst, notum við í miklurn mæli ltið svokall- aða ,living-in‘-kerfi fyrir foreldra minnstu barnanna, þar sem liægt er að koma því við. Mikilvægur þáttur í meðferðinni felst í því að bæta lifnaðaraðstæður barna og unglinga með astma. Margir tapa í vinahópnum, af því að þeir geta ekki starfað eins og aðrir. Um hverfið sýnir oft skort á skilningi gagnvart þeim vandamálum, sem upp koma, og rnörg- um finnst þeir einangraðir. Þetta getur leitt til þunglyndis. Þetta verður að taka til með- ferðar, og það er mikilvægt að kenna börn- um og unglingum, livernig þau eigi að lifa með — og þrátt fyrir — fötlun sinni. Sem liður í fullkominni endurþjálfun barna með astma er lögð mikil áher/.la á líkamlega starfshæfni, bæði í og utanvið skólatíma. A Voksentoppen er livorki fimleikasalur né trimm-herbergi, en þar er sundlaug, borð- tennissalur og kjallari, þar sem hægt er að æfa sig á hlaupabandi. Úti eru margbreyti- legir möguleikar á líkamlegri áreynslu, með skóg og mjúka stíga rétt utan við dyrnar. Inn- an svæðis stofnunarinnar er einnig lítill íþróttavöllur og á honum er gert skautasvell á veturna. Við höfum líka U/2 km lilaupa- braut, sem hefst hjá íþróttavellinum. Hún er upplýst og hægt að nota hana jafnt sumar sem vetur. ÖNNUR VANDAMÁL í skólaumhverfinu mæta börnin oft vanda- málum. Hættan á beinni eða óbeinni snert- ingu við ýmiss konar ofnæmisvalda er mjög mikil, ef til vill sérstaklega við dýrahár og þá sérstaklega hunda — sem eru hjá næstum öll- um fjölskyldum. Dýrahár í fötum vina geta valdið öndunar- erfiðleikum vegna náinnar samveru í skóla- stofunni. Föst teppi á skólasvæðinu geta líka valdið vandræðum, þar eð þau geta haldið í sér ofnæmisvöldum svo sem ryki, myglugró- um og lrjódufti, auk dýrahára. Einnig getur verið mikið um ryk og myglugró í fimleika- salnum, þar sem að auki geta verið önnur vandamál, vegna áreynsluastma. Skólaeldhús- ið og matsalir geta líka verið vandamál fyrir þá, sem Itafa matarofnæmi eða fá andþyngsli, þegar Jteir verða fyrir fínu ryki í loftinu. Sprey, hárlakk, ilmvötn og svitavarnir hjá öðrum nemendum geta líka skapað öndunar- erfiðleika. Börn með astma koma olt í skólann án þess að vera úthvíld, jaliivel uppgefin vegna hósta, öndunarerfiðleika og skorts á nætursvefni. Þau nota ef til vill einnig lyf, sem geta valdið Jjví, að Jjau geti ekki einbeitt sér eða eru Jjreytt í skólastarfinu. Að eiga barn með króniskan sjúkdóm krefst mikils al' iöreldrunum. Öryggisleysi, nætur- vökur og bundnar lífsvenjur er mikið álag, sem óviðkontandi eiga olt erfitt með að skilja. Margir foreldrar eru oft örmagna og þarfn- ast sjálf orlofs eða jafnvel sjúkrahússdvalar. MEÐFERÐ Mikilvægt er að fást við vandamál fjölskyld- unnar í heild. Sjúkdómur barnsins hefir svo mikil áhrif á fjölskyldulífið, að Jjað verður að teljast mistök að fást við vandamál barns- ins einangruð, án Jjess að taka tillit til allra sálrænna, félagslegra og fjárhagslegra þátta, sem hafa áhrif. Meðferðin felst annars í hreinsun og úti- lokun ofnæmisvalda á heimilis- og skólaum- hverfi, ýmiss konar lyfjameðferð (bæði fyrir- byggjandi og lækningameðferð) ásamt ofnænt- ismeðferð, bólusetningu, eða Jdví sem kallað (Framh. á bls. 38) 10 REYKJAI.UNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.