Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 13

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 13
ODDUR ÓLAFSSON ALÞINGISMAÐUR: Nýjar leiðir í vinnumálum öryrkja Á vorþinginu 1978 var samþykkt breyting á lögunum um almannatryggingar, er heimil- uðu Tryggingastofnuninni að endurgreiða vinnuveitendum hluta þeirra launa, er þeir greiða öryrkjum, sé vissum skilyrðum full- nægt, svo sem um örorkustig vinnuþegans, um vinnusamning til ákveðins tíma, um að greidd séu full laun á samningstímabilinu og um að bætur falli niður á meðan að samkomulagið varir. Nú hefir heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið gefið út reglugerð varðandi þessa laga- breytingu og þar sem hér er um algjört ný- mæli að ræða hjá okkur, þá vildi ég ráðleggja öllum, sem áhuga hafa á afkomu öryrkja að kynna sér reglugerðina rækilega. Hún er svo- hljóðandi: REGLUGERÐ UM ÖRYRKJAVINNU l.gr. Tryggingastofnun ríkisins skal, eftir óskum öryrkja, en í samráði við Endurhæfingarráð °g öryrkjasamtök, ráða örorkulífeyrisþega til vinnu hjá einstaklingum eða atvinnufyrirtækj- um, öðrum en vernduðum vinnustöðum. 2. gr. Tryggingayfirlæknir skal, áður en vinnu- samningur er gerður, kanna lieilsufar umsækj- anda, einkum með tilliti til: a) hvort umsækjandi er öryrki á því stigi, að telja megi, að liann verði örorkulíf- eyrisþegi a. m. k. næstu 3 árin. b) livort telja megi líklegt, að umsækjandi sé, frá heilsufarslegu sjónarmiði, fær um að gegna því starfi, sem hann vill ráðast til. 3. gr. Á undan ráðningarsamningi skal að jafnaði fara a. m. k. 4ra vikna reynslutími, nema at- vinnurekandi sé reiðubúinn að gera 3 ára samning án reynslutíma. Upphaf reynslutíma sé staðfest bréflega af öryrkja og atvinnurek- anda og lífeyrisdeikl Tryggingastofnunar rík- isins. Rkykjalundur 11

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.