Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 25

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 25
bandsstjórn og stjórn Vinnuheimilisins að Reykjalundi að setja stofnuninni nýja regiu- gerð. Var þar fyrst og fremst um staðfestingu eigenda að ræða á breyttum starfsháttum. Hin nýja reglugerð frá 1965 opnar dyr Reykjalundar fyrir öryrkjum er endurhæfing- ar þarfnast, án þess að tilgreina nánar hvað valdið hafi örorku. Þar með er skjalfest orð- ið, hvert stefnt skyldi. í núgildandi reglugerð, er hlaut staðfestingu heillnigðis- og trygginga- málaráðherra 10. nóvember 1978 er starfssvið stofnunarinnar skilgreint svo: „læknisfræðileg, atvinnuleg og félagsleg endurhæfing og vinna við vernduð störf“ Það ber að hafa í huga, að þrátt fyrir allar hreytingar á reglugerðum og eðli starfseminn- af er Reykjalundur uppruna sínum og til- gangi samkvæmur því samkvæmt lögum SÍRS °g reglugerð Vinnuheimilisins er berkla- og hrjóstholssjúklingum tryggður forgangur að 1/4 hluta vistrýmis á staðnum. Þeir byggðu °g þeir eiga. III ALLTAF AÐ BYGGJA Sagt hefur verið að á Reykjalundi sé alltaf verið að byggja og breyta og hljóti ráðamenn þar að bera bundnir Parkinsonslögmáli í því að byggja bákn, sem þjóni Jreim tilgangi ein- um að hlaða utan á sig. Það er breitt bil milli þeirrar stofnunar, er vistaði um 85 berkla- sjúklinga árið 1954 og Reykjalundar í dag, sem rúmar 150 vistmenn hingað komna til að njóta alhliða læknisfræðilegrar, atvinnulegr- ar og félagslegrar endurhæfingar. Breytingin á starfsemi stofnunarinnar kallaði eftir hús- rými fyrir þjálfunardeildir mannaðar sér- hæfðu starfsfólki. Fjölgun sjúklinga og fjöl- breytni þeirra meina, sem við er að fást krefst fleira starfsfólks og sérhæfðari læknismeðferð- ar. Mesta breytingin er ]ró ef til vill fólgin í auknum kröfum nútímans til vistar og Jrjón- ustu frá sjónarhóli sjúklinga og til starfsað- stiiðu og vinnuskilmála frá sjónarhóli starfs- fólks. Enda þótt löngunina, hinn ómissandi Jtátt í lögmáli framboðs og eftirspurnar, skorti að því er sjúkrahússvistun varðar, ]já verða kröfurnar til Jrjónustunnar og aðstöðunnar hinar sömu Jrví samanburðurinn milli Jjess, sem í boði er, stendur eftir. Á árunum 1970— 1978 var mikið byggt upp á Reykjalundi. Áformuð var veruleg fjölgun vistrýma og stækkun framleiðsludeilda í Jjessum bygging- aráfanga, en raunin varð önnur. Framleiðslu- deildirnar fengu og nýttu sína stækkun, en á jjessum stutta tíma höfðu kröfur til rýmis fyrir Jjjónustu og endurhæfingardeildir á heimilinu aukizt svo mjög, að aðeins óveru- legri fjölgun vistrýma varð við komið. Mestu munaði um, að iðjujjjálfunardeild var komið á fót árið 1974 og varð að koma henni fyrir til bráðabirgða í húsnæði, sem ella er ætlað sem vistrými. Iðjuþjálfun er í framtíðinni ætlað pláss á jarðhæð skrifstofuhúss og er þessa dagana unnið að hönnun innréttinga. Þá er unnið að innréttingum læknastöðvar, sem ætlað er að hýsa læknastofur Reykjalund- ar og heilsugæzlustöð Mosfellslæknisumdæm- Reykjalundur 23

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.