Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 5

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 5
SVEIN OSEID DÓSENT: Astmi og ofnæmi hjá börnum Svein Oseid, dósent, sérfræðingur við Voksen- toppen Allergi-institutt og Idrettsmedisinsk Avdeling við Noregs Idrettshöyskole í Osló, skrifar í þessari grein um astma og ofnæmi hjá hörnum, orsakir og greiningu og um meðferð slíkra sjúkdóma og hvernig þau mál eru skipu- lögð í Noregi. Greinin er þýdd úr „Trygd og Arbeid", tímariti Landsforeningen for Hjerte- og Lunge-syke í Noregi. Astmi þýðir öndunarerfiðleikar. Það er eig- mlega sjúkdómseinkenni, sem getur átt marg- ar orsakir, en einkennist alltaf af að örðug- leikarnir koma við útöndun. Önduninni fylg- lr sérkennandi knýjandi, pípandi og hvæsandi hljóð. Eiginlega ættum við að nota orðið »astma-sjúkdómurinn“, í staðinn fyrir astma, en hugtakið astmi er svo greipt í daglega mál- notkun okkar, að ég mun nota það hér. Astmi er útbreiddur sjúkdómur. Erlendar rannsóknir sýna, að 1—3% af íbúunum þjást af astma. í Noregi höfum við engar fullnægj- andi staðaltölur yfir þetta, en við reiknum með að um 10.000 börn og um 40.000 full- orðnir hafi astma. Astmi er um 1/3 af öllum króniskum sjúk- dómum á bernsku- og unglingsárunum. Hjá sumurn er sjúkdómurinn vægur og veldur að- eins stundum ójaægindum og í litlum mæli. Hjá öðrum eru óþægindin mikil og djúpstæð og hafa mikil áhrif á allt líf mannsins. Astmi getur því verið alvarlegur sjúkdómur, bæði frá læknisfræðilegu, fjárhagslegu og félagslegu sjónarmiði. Hjá um helmingnum af hinurn fullorðnu hefir astminn byrjað á barnsaldri. Flest börn- in og unglingarnir fá sjúkdóminn fyrir skóla- aldur. Hjá börnurn er ofnæmi algeng orsök astma, eh á fullorðinsárunum eru það venju- lega aðrar orsakir, sem kalla fram einkenn- in. Byrji sjúkdómurinn eftir fertugsaldur, er ofnæmi rnjög algeng orsök. Reykjalundur 3

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.