Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 8

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 8
Oft getur það verið erfitt rannsóknarefni að finna, hvaða orsakir hafa áhrif í hverju einstöku tilviki. Þol okkar gagnvart nýjum áhrifum er því minna, sem fleiri þættir verka samtímis. Það eru með öðrum orðurn magn og samsetning ólíkra orsakaþátta, sem valda því, hvort við fáum einkennin eða ekki. Það er því bæði líffræðilegur, starfrænn, ofnæmislegur (allergologiskur), ónæmislegur (immunológiskur) og lífeðlisfræðilegur grund- völlur fyrir þeirri almennu reynslu okkar, að astmi geti orsakazt, versnað eða haldizt við í mismunandi mæli af þeim orsökum, sem nefndar ltafa verið. Við vitum, að þessar or- sakir hafa áhrif á sjúkdóminn með síbreyti- legum og sveiflukenndum hætti. í raunveru- legum og alvarlegum astmatilvikum er, eins og áður er sagt, oft ómögulegt að ákveða, hve mikla þýðingu hver einstakur þáttur hefir fyr- ir hina tilteknu sjúkdómsmynd. Enda þótt unnt sé að sýna fram á, að hjá flestum astmabörnum sé fyrir hendi öndunar- ofnæmi, sem framkallar astma, verður samt að undirstrika, að það eru ekki ofnæmisvið- brögðin eingöngu, sem ákvarða hve alvarlegur sjúkdómurinn verður og hvaða afleiðingar hann hefir fyrir sjúklinginn. Skaðsemi sjúk- dómsins byggist að miklu leyti á heildar lík- amlegu og andlegu ástandi sjúklingsins, og margar ytri, umhverfislegar og félagslegar að- stæður geta átt þátt í því og haft áhrif á gang sjúkdómsins. Þýðing ofnæmisviðbragða við astma hefir verið sönnuð, bæði í daglegri lækn- isstarfsemi og tilrauna-læknisfræði. Það er í viðbót við fjölmörg veigamikil atriði, sem benda til sambands milli astma og ofnæmis. Þetta á t. d. við um arfgenga tilhneigingu. Raunar er mjög erfitt að kortleggja erfða- keðjuna við astma og aðra sjúkdóma. Veik og vart merkjanleg ofnæmisviðbrögð vekja naumast athygli. Merkjanlegur sjúkdómur er frekar afleiðing af umhverfisþáttum í viðbót við erfðatilhneigingar og þetta getur ruglað erfðarannsóknirnar. Samt finnst ofnæmi hjá 50—90% af fjölskyldum astmasjúklinga. Eigi börn í lilut, er prósentutalan sérlega há. Orsök þess, að einstaklingur fær ofnæmi fyr- ir vissum ofnæmisvöldum (allergenum — et'n- um, sem framkalla ofnæmi) en ekki gegn öðr- um jafn virkum efnum, er óljós. Einnig er nokkuð óljóst, hvað veldur því að lungun veljast sem viðbragðslíffæri gegn ofnæmi, en samkvæmt dýratilraunum er ástæða til að ætla, að sýkingar og aðrar staðbundnar breytingar á blóðstreyminu hafi mikla þýðingu. T. d. er fiskiofnæmi ekki óalgengt meðal norsku þjóð- arinnar, sem nærist mikið á fiski, en slíkt of- næmi er sjaldgæft á stöðum, jtar sem menn borða aðallega kjöt. Mjölastmi er algengur meðal ljakara, en ekki sérlega algengur hjá öðrum. Ástand umhverfisins við sérstakar tilviljanakenndar aðstæður hefir sennilega af- gerandi áhrif á jiað, hvernig við myndum of- næmi gagnvart sérstökum efnum og einnig vali j)ess hvar (húð, nef, lungu, þarmar) ofnæmis- valdarnir hafa sín skaðlegu áhrif. SJÚKDÓMSGREINING Öndunarfærasýking er sérlega algeng á barnsaldri og veldur auknum líkurn á ofnæmi í öndunarfærum. Öndunarfærin hafa þar að auki mjög stóran snertiflöt við ytra umhverfi. Sé mikið af ofnæmisvirkum efnum í loftinu (t. d. myglugró, frjóduft, ryk, dýrahár), er hætt við.að barnið fái öndunarofnæmi og astma, enda þótt arfgeng tilhneiging sé ekki sérlega áberandi. Hjá börnum með sterka ofnæmistil- hneigingu frá arfgengum þáttum eru mun meiri líkur á öndunarfæraofnæmi. Þessi börn geta fengið ofnæmis lungnasjúkdóma, enda þótt loftið, sem þau anda að sér, innihaldi tiltölulega lítið af virkum efnum. Efni, sem berast til lungnanna með blóðinu, geta einnig valdið astma, t. d. fæðutegundir eða urticaria. Börn með ofnæmisexem, ofnæmi í nefi eða gróðurofnæmi fá oft einnig astma. Börn, sem 6 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.