Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 46
Það hefir eltki verið venja að hafa sérstakt
barnaefni i Reykjalundi, en í tilefni barnaárs
verður nú út af þvi brugðið og til tint hér
sitt hvað smálegt, sem börn — og aðrir —
Itynnu að hafa gaman af að fást við dálitla
stund.
HVERS VEGNA BJÖRNINN
ER NÆSTUM SKOTTLAUS
I fyrndinni hafði björninn mikið og fallegt
skott,. eins og mörg önnur dýr. En svo missti
hann það. Og hér er sagan af því, hvernig
það vildi til. Björninn er ekkert sérstakt gáfna-
ljós og því var það, að refurinn, sá leiði prakk-
ari, skemmti sér oft við að leika á hann.
Einu sinni mætti björninn refnum, sem var
á leið heim til sín með kippu af nýjum liski,
sem hann hafði stolið.
„Hvar fékkstu þennan fallega fisk?“ spurði
björninn.
var á veiðum, herra Björn,“ svaraði ref-
urinn.
„Góði, kenndu mér það,“ sagði björninn.
„Mig langar í nýjan fisk.“
„Ég skal gera það fyrir þig, af því að þú ert
vinur minn,“ sagði refurinn, og leit um leið
til liliðar og glotti. „Þú skalt bara fara út á
ísinn og að vökinni, sem bóndinn hefir höggv-
ið á liann til að veiða upp um. Rektu skottið
þar niður í vatnið. Haltu því þar eins lengi
og þú getur og kærðu þig kollóttan um, þó
að það kunni að verða sárt. Það eru bara
fiskarnir að bíta á. Því lengur, sem þú heldur
skottinu í holunni, þeim mun fleiri fiska veið-
irðu. Og þegar þér finnst nóg komið, skaltu
kippa rófunni upp úr með snöggum rykk.“
Björninn gerði eins og refurinn sagði og
hélt skottinu lengi niðri í vökinni og að lok-
um fraus það fast. „Nú eru fiskarnir að bíta
á,“ luigsaði bjöminn. Loks kippti hann fast í
— en þá var allt fast. „Það er naumast, að
margir hafa bitið á,“ hugsaði björninn og
rykkti nú í af öllum kröftum og datt endi-
langur á ísinn. Svo leit liann við til að sjá
allan fiskinn — en jiað var enginn fiskur —
bara skottið af birninum, sent liafði slituað af
og sat nú fast í ísnum. En síðan er skottið á
birninum svona stutt og snubbótt.
Norskt æviutýri.
TALNAGÁTUR
Talnagátur er sérstakt gátuform, þar sem
liver stafur í lausnarorðinu er táknaður með
tölustaf. Þá eru nokkur hjálparorð, táknuð
með tölum og fylgir skýring með, eins og í
krossgátu. T. d.: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8. Algengt
mannsnafn. 7, 5, 6 hrunið grjót (lausnin er
urð, |). e'. 7. stafur í aðalorðinu er u, sá 5 r og
sá 6. ð) 1, 2, 6, 4, 8 venja. Venja er siður. Þá
er búið að finna númer 1, 2, 4, 5, 6, 7, 8 og
])á er eiginlega komið aðalorðið:
SIGURÐUR.
HÉR ERU TVÆR TALNAGÁTUR
1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12 víðfræg heil-
brigðisstofnun. 7, 6, 11, 4, 8, 12 kryddjurt.
4, 2, 3, 12, 6 aka. 7, 2, 3, 9, 6 dylja.
44
REYKJALUNDUR