Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 37

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 37
Að lokum vil ég segja þetta: Nú er ég hripa niður þessar fáu og fátæklegu lín- ur, er mér efst í huga: hafðu hjartans þakkir fyrir alla þína miklu og góðu vináttu og samstarf, og vonandi eig- um við eftir að hittast aftur, og það máske fyrr en síðar. l£n ég geymi vel minning- una um góðan og sannan vin. Að endingu votta ég eftir- lifandi konu Iians, börnum, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum einlæga hluttekn- ingu okkar hjónanna, við þann mikla missi, sem þau hafa orðið fyrir — að sjá á eftir honum til æðri heima. Marius Helgason. Þegar blaðið var fullbúið til prentunar, barst sú frétt frá Reykjalundi, að enn einn félagi okkar, Sigurjón Sigur- jónsson, væri hniginn í val- inn. Hans mun verða minnst síðar í þessu riti. ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Fæddur 8. desember 1902 Dáinn 19. desember 1977 Síðla á jólaföstu árið 1977 andaðist hér að Reykjalundi, Ólafur Þórðarson, fulltrúi, lullra 75 ára. Sjúkrasaga Ól- afs var löng og margþætt. Ár- ið 1944 veiktist hann fyrst af berklum, en á Vííilsstaði mun liann fyrst hafa farið árið 1948. Þaðan fór hann á Akureyrarspítala; einn af mörgum í þá miklu aðgerð, rifjaskurð. Má segja að frá þessum tíma hafi hann aldrei gengið heill til skóg- ar. Hann þurfti enn til frek- ari aðgerðar árið 1952 og þá á Vejle Fjord Sanatorium. Að Reykjalundi kom hann síðan í fyrsta skipti í ágúst 1953 og átti hingað margar göngur allt til síns dánardæg- urs. Ólaíur var einlægur og öt- ull stuðningsmaður samtaka okkar allt frá fyrstu veru sinni á Vííilsstöðum; og þá ekki síst eftir komu sína hingað að Reykjalundi; var í stjórn Sjálfsvarnar um ára- bil og gegndi ýmsum öðrum félagslegum störfum, er til hans var leitað. Þegar heils- an leyíði vann hann hér á skrifstofunni og var oft feng- inn til að leiðbeina gestum, er hingað leggja gjarnan leið sína til að fræðast um þenn- an stað. Gegndi hann þess- um störfum af stakri prýði. Ólafur lét sér fátt óvið- komandi og skrifaði marg- ar blaðagreinar urn hugðar- efni sín, m. a. skrifaði hann fyrir mörgum árum grein í Morgunblaðið um fiskirækt og hafði þar sínar hugmynd- ir um, hvernig sjómenn sjálfir gætu staðið að þeini málum. Hann var mikill náttúruverndarmaður. í júní 1968 skrifaði hann ráða- mönnum Reykjalundar langt bréf um skaðsemi úð- unar trjáa og vitnar þar til bókar Rachel Carson ,,Sil- ent spring“, sem í ísl, útgáfu nefnist „Raddir vorsins þagna“. Margt fleira mætti nefna um ábendingar hans varð- andi hvers konar mengun, en í því efni skal hér látið staðar numið. Ólafur var fæddur í Reykjavík og voru foreldr- ar hans þau Þóra Sveins- reykjalundur 35

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.