Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 28

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 28
is, sem |>jónað er af 2 læknum auk hjúkrunar- fólks. Um þessar mundir eru að hefjast frarn- kvæmdir við srníði hráefnalijgerhúss nyrst á svæðinu og tengjast Jtví verki jarðvinnufram- kvæmdir að Uaki vinnuskálunum. I hugum okkar heimamanna hér eru Jtessar frarn- kvænrdir aðeins liður í áframhaldandi ]nó- un stofnunarinnar. Okkar hlutverk er að reka endurhæfingarstofnun, er sinnir læknisfræði- legri, atvinnulegri og félagslegri endurhæf- ingu og veitir öryrkjum vinnu við vernduð störf. Það er álit okkar að undirskilið sé, að á Reykjalundi skuli rekin bezta og virkasta endurhæfingarstöð í landinu, sem aftur krefst Jjess að ltúsnæði, tækjabúnaður og mannafli sé ávallt í takt við tímann. Því verður þróunin ekki stöðvuð né getur Reykjalundur hætt að lryggja og breyta ef liann ætlar að standa undir nafni. IV UM REKSTUR HEIMILISINS Á Reykjalundi eru nú að jafnaði 150 vist- menn og er vistrýmisnýting í hámarki. Á síð- asta ári innrituðust 513 og hefur flæði gegn um stofnunina aukizt verulega hin síðari ár. Er það vel ef umbætur á lnisnæði og aðstijðu Jjjálfunardeilda leiðir til virkari endurhæfing- ar og styttri dvalartíma. Þannig dveljast tæp 70% vistmanna hér skemur en 3 mánuði, um 20% frá 3—9 mánuði en aðeins 11% 9 mán- uði eða lengur. Aldur vistmanna er skráðir voru á Reykjalundi um síðustu áramót skipt- ast þannig, að á aldrinum 20—50 ára voru á0, á aldrinum 50—80 voru 87 og 80—100 ára vistmenn voru 20. Reykjalundur getur sann- arlega kallast stofnun fyrir landið allt, Jrví sjúklingar dreifast á kjördæmi landsins í svo til sömti hlutföllum og íbúafjöldi. Stöðugildi á heimilinu munu nú vera um 130 en á launa- skrá eru töluvert fleiri eða 160—170 manns vegna hlutavinnu. Tekjur stofnunarinnar eru ákvarðaðar af opinberri nefnd í formi dag- gjalda fyrir hvert sjúkrarúm, svo sem gildir um aðrar sjúkrastofnanir í landinu nerna ríkisspítalana. Hefur löngum J)ótt athyglis- vert að daggjöld Reykjalundar eru í neðri kanti Jtess, sem Jækkist í landinu. Enda J)ótt fjárhæð daggjalda megi nota sem mælikvarða á gæði þeirrar Jrjónustu, sem stofnanir veita, er ég óhræddur um, að Reykjalundur færi halloka út úr hinum beina samanburði. Það er ekki gæðastimpill á heilbrigðisstofnun Jrótt dagurinn sé dýr ef kostnaði er haldið uppi með vafasömum aðferðum, óráðsíu og stjórn- leysi. V ÚR FRAMLEIÐSLUDEILDUM Eitt af megin verkefnum Reykjalundar frá upphafi hefur verið að sinna atvinnulegri end- nrhælingu og að veita öryrkjum vinnu við vernduð störf. Eitt af skilyrðum vistunar hér samkvæmt reglugerðinni frá 1945 var vinnu- hæfni og vinnuskylda var lögð á ])á, er hér dvöldu. Á Jressum grunni byggist upp sá iðn- aður, sem Reykjalundur rekur í dag og er sérkennandi fyrir stofnunina. Fyrstu árin byggðist framleiðslan upp á ué- smíði, járnsmíði, bólstrun og saumaskap og vörutegundirnar voru fjölbreyttar eftir Jrví. Hér voru gegnum árin framleidd leikföng, skólahúsgögn, lampaskermar og vinnuvettl- ingar svo nokktið sé nefnt af löngum lista. Árið 1954 keypLi Reykjalundur fyrirtækið Plastik hf. og hófst þar með sú grein iðnaðar, sem er ríkjandi á Reykjalundi í dag. Fyrst í stað voru framleidd alls konar leikföng, bús- áhöld og einangrun á rafmagnsvír og skömmu síðar hófst framleiðsla á rafmagnsrörum og vatnsrörum úr plasti. Hefur Jressari iðngrein vaxið fiskur um hrygg með árunum og í dag er Reykjalundur með stærri iðnfyrirtækjum Jandsins og leiðandi á sviði plastiðnaðar. Ávallt hefur Jrað sjónarmið verið ríkjandi að veita öryrkjum atvinnulega endurhæfingu og vinnu við vernduð skilyrði og hafa framleiðslu- deildirnar ávallt orðið að aðlaga sig vinnu- getu og verkhæfni Jreirra, er hér dvelja í end- urhæfingu. Það er ekki auðvelt að lialda uppi 26 REYKJAI.UNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.