Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 36

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 36
Vissulega getum við verið hreykin af vinnuheimilinu að Reykjalundi, og ekki verður svo minnst á staðinn og hans ágæti að Árna verði ekki getið samtímis, svo ná- tengdur er Reykjalundur Árna og Árni honum. Þrátt fyrir lífsstarf sitt fyr- ir Reykjalund og SÍBS hef- ur Árni einnig tekið þátt í samstarfi herklavarnasam- taka Norðurlandanna. Verið í stjórn þess og eignast þar marga vini, sem nú senda hinstu kveðju og þakkir fyr- ir samstarfið og vináttuna. Á berkláhæli kynntist Árni ungri konu, Hlín Ingólfs- dóttur, frá Innra-Hólmi og giftust þau 1. októher 1934. Var hjónaband þeirra hið ástúðlegasta alla tíð og heim- ili þeirra rómað fyrir gest- risni og myndarskap allan. Þau hjónin eiga sex uppkom- in efnisbörn. Er ég nú að leiðarlokum færi forsjóninni innilegustu þakkir fyrir að hafa gefið ntér kost á að kynnast og starfa með öðlingsmannin- um Árna Einarssyni, flyt ég eiginkonu hans, börnum, .tengdabörnum, afkomend- um öllum og ættingjum mínar alúðarfyllstu samúð- arkveðjur. Kjartan Guðnason form. SffíS. Dáinn, horfinn, harmafregn. Þessi lnigsun varð mér efst í huga, þá er mér barst fregnin um andlát míns góða vinar Árna Einarssonar, fv. forstjóra á Reykjalundi. En þannig er lífið, maður á eig- inlega aldrei von á slíkum staðreyndum, Jjó J)að sé J>að eina sem maður er alveg ör- uggur um í ])essu lífi að j)að verða staðreyndir, fyrr eða síðar. Þó er ntaður aldrei við |)eim búinn. Minn góði vin- ur hafði nýlega talað við mig, |)á svo hress og kátur, og sagðist mundi heimsækja mig innan tíðar, sem ég hlakkaði mjög til, eins og í önnur skipti sem ég átti hans von. Því miður var Jiað ekki nógu oft, eftir að ég ílutt- ist til ísafjarðar 1956, og síð- ar til Akureyrar. Þó held ég að aldrei hafi liðið svo ár að við ekki hittumst, og all- oft töluðum við saman í síma. Vinátta okkar hafði staðið lengi, eða allt frá unglings- árum okkar. En |)ví miður varð nokkurt hlé á samfúnd- um okkar, eða J)au ár sem atvinna mín var á sjónum, og ltann á berklahælum. En er samtök berklasjúklinga — SÍBS voru stofnuð endur- nýjaðist vinátta okkar, enda byrjuðum við ])á að vinna mikið saman að öllum mál- efnum berklasjúklinga. Fyrst vorum við saman í stjórn Berklavarnar í Reykjavík og stuttu síðar báðir í sam- bandsstjórn SÍBS allt til þess dags að ég flutti lrá Reykja- vík út á landsbyggðina, en eftir J)að gat ég ekki tekið þátt í beinum störfum sam- bandsstjórnarinnar. Þá vor- um við líka saman i fyrstu stjórn Reykjalundar, og allt- af var jafn gott og þroskandi að ræða saman vandamálin, sem við báðir höfðum starf- að saman að svo lengi, og haft af mikla ánægju, J)ó stundum hafi J)að verið all- erfitt, J)ar sem framkvæmdir voru miklar en fjárráðin mjög takmörkuð. Og svo margt sem Juirfti að byggja upp frá grunni, ekki hvað síst með rekstursfyrirkomu- lagið á Reykjalundi, er sá merki staður tók til starfa. Öll J)essi ár bar aldrei neinn skugga á vináttu okkar, og síðast sótti liann mig heim ])á er ég varð sjötugur, ásamt tveimur öðrum vinum mín- um og fyrrverandi samstarfs- mönnum þeim Oddi Ólafs- syni lækni og núverandi al- Júngismanni og Kjartani Guðnasyni, núverandi for- seta SÍBS. Gladdi J)essi heirn- sókn þeirra mig nijög mikið, að J)eir skyldu leggja svo mik- ið á sig, að fara um langan veg og það í svartasta skamm- deginu. En slíkar athafnir sýna sannarlega einlæga vin- áttu, sem ég verð sjálfsagt aldrei maður til að J)akka nógu vel. 34 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.