Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 45

Reykjalundur - 01.10.1979, Blaðsíða 45
stjórinn ekkert til þess að leita að honum, og sást hann ekki meir. Blessuð veri minning hans. Á Hreðavatni var dansleikur þetta kvöld úði og grúði af alls konar farartækjum í öll- um regnbogans litum. Þar var rnargt um manninn og var að streyma að danshúsinu. Þar bar auðvitað mest á ungu fólki. Stúlkurnar voru ýmist í ljósum fallegum kjólum, eða síðum buxum og Ijósum blússum. En strák- arnir voru margir myndarlegir í andliti, og ég býst við að margur hafi haft knálegan vöxt, en það var ekki svo gott að átta sig á því. Á þessum tíma var nefnilega sú tíska að allir ungir karlmenn hefðu skyrturnar ut- anyfir buxunum, líkt og konur nota blússur undir vissum kringumstæðum. Nú er sú tíska horfin að mestu, sem betur fer. Enn var haldið áfram. Bar nú ekkert til tíðinda, annað en að slanga sprakk eitthvað tvisvar eða þrisvar, og sú síðasta í Hvalfirðinum. Þá var svo af mér dregið, að ég lagðist bara fyrir í sæti mínu og hugsaði ekki neitt, varla tók eftir því, þegar ferðafélagar mínir skreiddust inn í bílinn og enn var sett í gang. Mér var sem ég hefði verið á ferðalagi svo dögum skipti, og mundi verða það, það sem eftir væri af ævinni. £g hélt mig væri að dreyma, þegar ég heyrði bílstjórann segja: „Þarna erum við komin.“ Og þetta var satt, ég var komin þangað sem ég ætlaði að fara. Bílstjórinn hafði tekið á sig stóran krók til þess að koma mér á minn ákvörðunarstað, þó ekki hefði verið um það samið. Klukkan var 4 um nóttina, og aldrei hef ég verið jafn fegin að fara ofaní gott rúm eins og ég var þá. Ekki man ég hvort ég kvaddi ferðafélaga nn'na, eða þakkaði þeim fyrir samfylgdina. Já, Jrað er einhver munur á því að fara í ..prívat" bíl, eða skakast með rútu í lang- ferðum. Því í rútunum skeður aldrei neitt. Þessi litla ferðasaga dtti að birtast i Reykja- lundi fyrir um 20 árum, en lenti i glatkistunni. Fyrir stuttu kom liún i leitirnar og þótti þá full áslœða til að koma henni á þann stað sem henni var i uþþhafi cetlað. Höfundurinn, Guðrún Sveinsdóttir frá Siglufirði, dvaldi meira og minna á heilsu- hœlum landsins frá árinu 1938, að hún fór fyrst að Kristnesi og þar til hún andaðist á Vifilsstöðum 18. september 1964. Guðrún kom mikið við sögu SÍBS á hœlis- árum sínum. Á Kristnesi veitti hún sauma- stofunni forstöðu i mörg ár og reyndist vinnu- stofunum þar ómetanleg hjálparhella. Guðrún var afburða dugleg, enda kom það sér vel i erfiðri lifsbaráttu. Hún átti létta lund og flutti glaðvœrðina með sér að mörgum sjúkra- beðinum, þar sem örvœntingin hafði lagt sina þungu hönd á hrjáða. Erfiðleikarnir buguðu hana ekki, það broslega gaf lifinu gildi. J.B. HÖFÐINGLEGAR GJAFIR BERAST REYKJALUNDI Fimmtudaginn 9. ágúst heimsóttu Reykja- lund forstjórar Grohe fyrirtækisins í Þýzka- landi ásamt umboðsmanni fyrirtækisins á ís- landi Ómari Kristjánssyni hjá Þýzk-íslenzka verzlunarfélaginu. Grohe verksmiðjurnar eru einhver stærsti framleiðandi blöndunar, hitastýri- og vatns- hreinsunartækja í heiminum og eru fram- leiðsluvörur Jreirra vel þekktar hér á landi. Færðu Jaessir gestir Reykjalundi nokkur vatns- nuddtæki að gjöf, sem áformað er að korna upp á heimilinu. Reykjalundur kann þessum gesturn beztu Jrakkir fyrir höfðinglega gjöf. Rkykjalundur 43

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.