Reykjalundur - 01.10.1979, Side 30

Reykjalundur - 01.10.1979, Side 30
Oddur Olafsson alþingism. og læknir AFMÆLISKVEÐJA 26. apríl 1979 Oddur Ólafsson læknir og alþingismaður er sjötugur í dag. Hann ber þann aldur með ágæt- um, raunar með glæsibrag, eins og hans er von og vísa. Með sömu ágætum og sama glæsi- brag hefur hann í áratugi verið í forustu sam- starfsmanna, eða eftir atvikum samherja, í læknisstörfum, félagsmálaþjónustu og stjórn- málum. Oddur er Suðurnesjamaður í luið og liár, Reykjanesmaður kannski réttara að segja nú orðið, fæddur á Kalmanstjörn í Hafnahreppi, sonur Ólafs bónda þar og hreppstjóra Ket- ilssonar og konu hans Steinunnar Oddsdóttur prests og slysavarnafrömuðar Gíslasonar. í Menntaskólann í Reykjavík fór Oddur 14 ára en um það leyti herjaði berklaveiki harðast hér á landi, ekki síst rneðal ungs fólks, enda reyndist um helmingur skólasystkina Odds fá smitandi berkla ýmist í skóla eða síðar. Oddur var í hópi hinna síðarnefndu. Að loknu stúd- entsprófi 1929 hóf hann nám í læknadeild Háskóla íslands en veiktist illa af lungna- berklum þegar hann var um það bil hálfnaður með námið. Hafði þá um haustið staðið ásamt fleirum að stofnun stúdentafélags og verið kjörinn fulltrúi þess í stúdentaráð en jafn- framt unnið sem læknastúdent á Kristneshæli. Þá tók við tæplega tveggja ára sjúkrahúss- og hælisvist og berklameðferð þeirra tíma var liafin og var fram haldið í hans tilviki í 10 ár alls. Hann liélt þó traustu taki í námsbækurn- ar meðan hann var á Vífilsstöðum, hóf skóla- sókn á ný haustið 1934 og lauk læknisprófi vorið 1936. Hafði berklaveikin Joá aðeins náð að tefja hann um eitt ár frá námi. Síðan var Oddur aðstoðaryfirlæknir á Vífilsstöðum urn nokkurra ára skeið og öðrum sjúkrahúsum, m. a. í Bandaríkjunum, og var viðurkenndur af heilbrigðisstjórninni sérfræðingur í berkla- lækningum árið 1943. Á þessum árum herjaði berklaveikin áfram fullum fetum um land allt. Berklahælin voru yfirfull af misjafnlega veiku fóki, biðtími eftir vist jtar oft of langur, visttíminn of stuttur, oftast vandkvæði með dvalarstað fyrir og eftir hælisvist en einkum skorti J)ó vinnu við hæfi eftir útskrift. Á þessum misserum ræddu berklasjúklingar sín á milli að gerast sjálfir 28 RE Y KJ ALUNDUR

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.