Reykjalundur - 01.10.1981, Page 31

Reykjalundur - 01.10.1981, Page 31
og reyna að anda rólega með neðri hluta lungn- anna og um mittið. ÖNDUNARÆFINGAR FYRIR ASTMA- OG BRONKÍTISSJÚKLINGA MARKMIÐ: Að ná góðri öndun í neðri hluta lungnanna — auðveldað með afslöppun brjóstkassans. 1>EGAR ÖNDUNAR- ERFIÐLEIKAR ERU: Notaðu sérstakar stöður til að auðvelda önd- unina: 1. Notaðu 3-4 kodda undir höfuð og öxl. Einn koddi í viðbót sett ur milli handarkrika og mittis. Liggðu hátt npjai, þannig að kodd- arnir styðji við alla síð- una, með öxlina undir efsta koddanum. 2. Sittu með beint bak og hallaðu þér fram og hvíldu höfuð, axlir og handleggi á koddunum. Handleggirnir ættu að liggja vel afslappaðir laust á borðinu og axl- irnar og efri hluti brjóstsins að hvíla á koddunum. í báðum stöðum skal smárn saman slaka á háls- vöðvum, herðum og efri hluta brjóstkassans 3. Stattu og hallastu áfram frá mjöðmum, uppað einhverju liæfi- lega háu. Hafðu bakið beint og handleggina vel út frá hliðununr og láttu höfuðið hvíla á höndunum. 4. Sittu og hallaðu þér áfram með beint bak. Hvíldu framhandlegg- ina á lærunum með úlnliðina slaka. 5. Stattu með hælana um 30 cm frá vegg og hallaðu neðri hluta ltaksins að veggnum: axlir slakar og liand- leggir hangi slakir nið- ur með síðunum. í öllum stöðum ætti öndunin að vera um mittið. I fyrstu ættu inn- og útöndun að vera jafn- langar og ef nauðsynlegt er, þá hraðari en venjulega, en smáhægja á, eftir því, sem slök- unin næst. Stöður 3, 4 og 5 eru ckki jafn afslappaðar og 1 og 2 og ættu J)ví aðeins að notast til til- breytingar. Markmið: Að fá fram árangursríka öndun með sem minnstri áreynslu. REYKJALUNDUR 29

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.