Reykjalundur - 01.10.1981, Qupperneq 43

Reykjalundur - 01.10.1981, Qupperneq 43
GUÐJÓN EINARSSON Guðjón fæddist 15. apríl 1904 í Hafnarfirði, en andað- ist í Reykjavík 5. júlí 1981. Foreldrar hans voru Einar Ólafsson verkamaður, síðar múrari, og kona hans Guð- rún Jónasdóttir. Hjá þeim ólst Guðjón upp og flutti ungur til Reykjavíkur ásamt þeim. Á unglingsárunum stund- aði hann nám í Verzlunar- skóla íslands og síðan í Kaupmannahöfn. Eftir að hann kom heim þaðan vann hann við verzlunarstörf í ýmsum verzlunum í Reykja- vík, Vöruhúsinu, Liverpool og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Þegar Hótel Borg tók til starfa árið 1930, varð hann þar skrifstofu- stjóri. í nokkur ár var Guðjón ut- anlands, sem sjómaður eða bryti á millilandaskipum. Hann var m.a. á skipi, sem skotið var niður í innrás Bandamanna í Frakkland í síðustu heimsstyrjöld og velktist þá í sjónum í eina sex klukkutíma. Upp úr því volki veiktist hann illa og kom heim til íslands. Varð hann þá um tíma sjúklingur í Vífilsstaðahæli og upp úr því tengdist liann SÍBS og gerðist starfsmaður þess, fyrst á Reykjalundi og síðan í Múlalundi, eftir að það fyr- irtæki var stofnað. Þar vann hann til dauðadags, sem sölu- maður eða skrifstofustjóri. Guðjón Einarsson var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Dagbjört Jónsdóttir frá Akranesi. Þau giftust árið 1931. Börn þeirra eru: Skafti, bílstjóri í Reykjavík, giftur Sigríði Erlu Guðnadóttur, og Nína, gift Ólafi Indriðasyni, flugstjóra. Dagbjört andað- ist í Reykjavík 1969. Guð- jón kvæntist öðru sinni 1974, Guðrúnu Böðvarsdóttur, sem lifir mann sinn. Önnur börn Guðjóns, en hér voru nefnd, eru Þórdís, er lengi bjó utanlands, Jón- ína, er átti síðast heima í Bandaríkjunum og dó þar fyrir nokkrum árum, og Jón Einar, blaðamaður í Noregi, kvæntur þarlendri konu. Þannig er í stuttu máli lífshlaup þess manns, er hér er minnzt. Guðjón var SÍBS-maður . . . I dag spyrja rnenn gjarnan, hverjir eru þessir menn og konur, sem kalla sig SIBS- félaga? Við þessari spurn- ingu á eldri kynslóðin greið svör, en hinir yngri ef til vill öllu færri. Berklaveikin er ekki á hvers manns vörum lengur. Sá, sem í dag veikist af jreim sjúkdómi, fyllist varla þjakandi örvæntingu, REYKJALUNDUR 41

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.