Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 6
4
HÚNAVAKA
styðst við þá sannfæringu, að kyrrð og einvera sé holl andlegu lífi
mannsins.-----
Eg mun nú fara nokkrum orðum um ujrpkomu klausturlifnaðar
á íslandi og stofnun klausturs á Þingeyrum. Er þá ekki ófyrirsynju
að skyggnzt sé inn í trúarsögu þjóðarinnar, og sá jarðvegur kannað-
ur, er klaustrin spruttu upp af.
Island varð kristið land, er kristinn siður var lögtekinn á Alþingi
íslendinga á Þingvöllum 24. júní árið 1000. Trúboðar, sem hingað
höfðu verið sendir, höfðu fengið fálegar viðtökur, og er svo að
sjá, að landið hafi verið rótgróið í heiðni, er þeir hófu starf sitt.
Sagnir eru þó til um norræna menn, er kristnir voru, og hafa flest-
ir verið frá Suðureyjum. Þessir menn blönduðu lítt geði við hina
heiðnu. Einnig voru hér fyrir við komu hinna fyrstu landnáms-
manna írskir og skozkir klaustramenn, er hrökkluðust af landi
brott, er binir heiðnu konui, og segir í íslendingabók Ara fróða ,,að
þeir vildu ekki vera hér við heiðna menn“.
Af þessu og öðru mætti álykta, að landið hafi verið alheiðið við
kristnitökuna árið 1000. En hvernig varð hún þá möguleg. Þessu
hafa menn svarað einkum með því að lofa stjórnvizku og framsýni
hinna heiðnu höfðingja, eða |)á á hinn veginn, að Olafur Tryggva-
son hafi þröngvað kristninni upp á íslendinga með valdboði. En
þrátt fyrir þetta er kristnitakan ótrúleg, enda um einstæðan atburð
að ræða í mannkynssögunni. En nú vaknar sú spurning, hvort hér
hafi ekki verið að verki annað afl, er reynzt hafi þyngra á metun-
um en áðurtaldar orsakir, á ég hér við þrælana, er landnámsmenn-
irnir höfðu með sér og flestir voru frá Bretlandseyjum. Þeir voru
kristnir og hafa vafalaust haft áhrif á heimilin í trúarlega átt og
breytt hugarfari fólksins að einhverju leyti. Auk þess hafa höfð-
ingjasynir borið heim með sér kristin áhrif, er þeir verða fyrir á
ferðum sínum erlendis. Einnig má geta þess, að þótt heimildir telji
að hinir kristnu landnámsmenn hafi ekki haft samgang við hina
heiðnu, þá hafa ýmsar þjóðfélagslegar aðstæður orðið þess valdandi,
að ekki gat verið um algjöra einangrun að ræða.
Þegar þetta er haft í huga, verður kristnitaka íslendinga all-
miklu skiljanlegri en áður. Hitt er svo annað mál, að þótt lögin
væru sett, var ekki allt með því fengið. Hér var enn óunninn akur,
þótt plægður hefði verið. Hér var engin fastmótuð kirkjustjórn
fyrstu hálfa öldina eftir kristnitökuna, og erlendir kirkjuhöfðingj-