Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 55

Húnavaka - 01.05.1965, Side 55
var ekkert að segja. Vafalítið lifa á þeini slóðum sagnir um leiðin- legar heimsóknir skútumanna á þessum af'skekktu stöðum. Bezt að lara varlega. Litlu síðar var farið eina nótt til eggjafanga í Hornbjarg, þó ekki í sjállt bjargið, heldur skriðurnar niður af því. Þessa för fóru fáir menn, en allir hinir, er um borð voru, drógu fisk í sameiginlega hrúgu, sem svo var skipt á milli allrar skipshafnarinnar, og síðan markaði hver sinn lisk. Mannvirðingar fóru mikið eftir dráttargetu hásetanna. harna var vel fullorðinn maður úr Olafsvík, Magnús að nafni, sem engum þýddi að reyna að komast fram úr. Eg reyndist fljótlega sæmilega fiskinn og í síðustu veiðiferðinni var ég hæstur á minni vakt, stýri- mannsvaktinni, en á stjórnborðsvaktinni voru aðrir hærri', þar á meðal Magnús úr Olafsvíkinni. Þrátt lyrir það, fannst mér þetta svo mikill frami, að ég hef ekkert annað upplifað, sem mér hefur fundizt eins mikið til um. Þetta sumar var afli mjög lélegur yfirleitt, fiskar færri og smærri og útkoman meir en helmingi lakari, en næsta sumar á undan. Ég fékk út rúmlega meðalhlut, eða sem næst 250 krónur. Það var sann- arlega ekki neitt til að vera montinn af og varð mér ekki hvöt til þess, að halda áfram að vera skútukarl, enda þótt skipstjóri minn hvetti mig eindregið til þess. Þrátt lyrir heldur leiðinlega byrjun, var ég og er ánægður yfir því, að hafa fengið þá reynslu, sem skútidífið veitti mér. Ég er ör- iagatrúar og er með sjálfum mér sannfærður um, að mér var ætlað- ur þessi skóli og að ég þurfti hans með. Án hans hefði líf mitt orðið miklu viðburðasnauðara, en það þó hefur orðið.

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.