Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 53
TIÚN AVAKA
fiskur hefði verið dreginn úr sjó. Varð þar 10 daga dvöl, meðan
gert var að reiða skipsins.
Dýrafjörður er snotur fjörður, en þar er sannarlega ekki búsæld-
arlegt. Snarbrattar fjallshlíðar, gróðurlausar að kalla, en undirlendi
næstum ekkert. Við skipsmennirnir ráfuðum um kauptúnið, en
kynntumst fáum. Þó var þar einn maður, sem varð brátt kunningi
okkar. Það var gamall skipstjóri, sem tók að sér að gera við reiða
skipsins, sem bilað hafði. Karl sá var viðræðugóður og talaði vest-
firzku. Þá sá ég og heyrði, hvaðan mundi ættaður húsgangurinn,
sem ég hafði lært: „Nordan hardan gerdi gard“ o. s. frv. Þarna var
að finna þann framburð, afsláttarlausan með öl 1 n. Eitt sinn varð
gamla manninum litið upp úr vinnu sinni og þá heyrðum við hann
segja: „Þarna kemur þá báturinn handan yfir fjörduna." Hef ég í
það eina sinn vitað orðið „fjörður“ haft í kvenkyni.
Fleira var það, sem okkur fannst harla einkennilegt í málfari vin-
ar okkar, viðgerðamannsins. Hann minntist á vorverkin, sem fram-
undan væru. Sagði hann að er sauðburði væri lokið, kæmi fljótlega
að því að rýja trosið og reka það á fjall. Orðið ,,tros“ þekktum við
sem nafn á úrgangsfiski, sem ekki var tekinn til verkunar sem út-
flutningsfiskur. En nafnið ,,tros“ á geldfé, var alveg nýtt fyrir okk-
ur, skipsmönnunum á Hvanney, og mun, að ég hygg, tæpast þekkj-
ast utan Vestfjarða.
Frá Dýrafirði fórum við á mánudegi í dymbilviku og fengum aft-
ur versta veður í 3 sólarhringa. Var ég þá illa haldinn af sjóveiki,
en einn félagi minn, landkrabbi eins og ég, var þeim mun verr
haldinn, að setja varð hann af fyrir fullt og allt eftir þá dýfu. Var
aðeins hægt einu sinni að renna færi í sjó þessa þrjá daga. Gerði
það bezti dráttarmaður áhafnarinnar, þaulreyndur skútumaður.
Eftirtekjan var aðeins 2 eða 3 fiskar, sem var skipt bróðurlega milli
skipsmanna. Var það í fyrsta skipti á ævinni, sem ég bragðaði ný-
dreginn fisk úr sjó og man enn, hvílíkt hnossgæti sá biti var.
A skírdag var loks hleypt undan veðrinu inn á Grundarfjörð á
norðanverðu Snæfellsnesi. Var þá norð-vestan hríð með miklu
frosti. Var ætlunin að leggja skipinu innst á firðinum. Var þá gefin
skipun um að fella seglin en aðrir skyldu vera tilbúnir að láta akkeri
falla, er merki væri gefið. Vegna frostsins voru falir allir svo frosn-
ir, að erfiðlega gekk að ná seglunum niður, þó að keppzt væri við
eftir mætti. Og áður en því var að fullu lokið, var gefið merki um
4*