Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 51

Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 51
GUÐBRANDUR ÍSBERG: Háseti á skútu Það var undir lok skútualdarinnar. Eg var í sveit; uppalinn þar og hafði aldrei dýft hendi í saltan sjó, elskaði grænt gras, kjarr og annan gróður móður jarðar, svo og húsdýrin, einkum fé og hross, og hugði fátt annað betra en að vera á hestbaki eða sinna um fé, að hjásetu þó undanskilinni. Samt sem áður fékk ég, 17 ára gamall, þá flugu í höfuðið að gerast liáseti á skútu. Þau voru tildrög þess, að ég fékk vitneskju um, að á tiltekinni skútu í Stykkishólmi, hefði þá sumarið áður, á síðvetrar-, vor- og sumarvertíð til ágústloka, feng- izt 500 króna hásetahlutur. Sem \ istráðið hjú, svo sem ég hafði ver- ið frá 11 ára aldri, innan fermingar sem matvinnungur, en eftir það fyrir 60—90 kr. árskaup, gat ég í mesta lagi gert ráð fyrir 100 króna kaupi. Fimm mánuðir — fimm ár. Það var nokkuð ólíku saman að jafna, ef vel tækist til. \hð þetta bættist svo það, að ég hafði fullan hug á að reyna að verða bjargálnamaður, þó að einhverjum þægind- um þyrfti þar til að kosta, og í annan stað skorti mig reiðufé til skólagöngu, þó að ekki væri nema á unglingaskóla. Þetta hefði þó sennilega ekki nægt, til þess að fá mig þá þegar til að rífa mig úr örmum sveitalífsins og frá góðu heimili, á þess tíma mælikvarða, ef ég hefði ekki verið einstæðingur, sem ekki hafði frá neinu að hverfa. Móðurlaus tveggja ára, föðurlaus 6 ára og forsjárlaus 11 ára, vegna þriðja dauðsfallsins. Allt er þegar þrennt er, segir máltækið. Loks var égþá á kanti við mína nánustu ættingja og neitaði að þola nokk- ur afskipti af þeirra hendi af mínum högum, þó að undanskildum föðurbróður mínum og fjárhaldsmanni, sem samþykkt hafði vist- ráðningu mína 3 síðustu árin fyrir fermingu. Rótleysið og ástvina- skorturinn reið baggamuninn. Ég gerðist háseti á skútu. Skútan, sem ég réðist á var 50 tonna skip, Hvanney frá Stykkis- hólmi. Skyldi ég vera mættur þar, tilbúinn að stíga á skip 1. apríl. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.