Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 81
HUNAVAKA
79
var á liðnu sumri 10 þúsund
hestar af töðu, auk þess nytjuðu
nágrannabændur þar nokkur
tún.
Slátrað var í haust um 7 þús.
fjár og 100 stórgripum hjá Kaup-
félagi Skagstrendinga.
Nú eru á fóðrum í kaupstaðn-
um um 2200 kindur, 44 kýr og
hrossaeign er 100 hross.
í október 1963 stofnuðu tveir
ungir menn í Höfðakaupstað vél-
smiðju, eru það þeir Karl Bernd-
sen vélvirki og Þórarinn Björns-
son. Heitir smiðjan „Vélaverk-
stæði Karls og Þórarins“. Annast
það viðgerðir landbúnaðarvéla,
bíla- og bátavéla, miðstöðvar-
lagningu, smíði miðstöðvarkatla,
plötusmíði og rennismíði. Hafa
eigendur smiðjunnar aflað sér
góðs vélakosts.
Mannalát.
Valdimar Olafur Stefánsson,
Bakkakoti, andaðist 18. apríl.
Hann var fæddur 25. des. 1878
að Balaskarði. Hann var lengi
bóndi á Efri-Mýrnm og Bakka-
koti í Engihlíðarhreppi. Hann
var dugnaðarmaður og vinsæll.
Sigríður Guðnadóttir húsfrú
Breiðabliki Höfðakaupstað and-
aðist 4. marz, hún var fædd 28.
okt. 1900 að Hvammi í Holtum.
Hún var kona Páls Jónssonar
skólastjóra Höfðakaupstað. Sig-
ríður Guðnadóttir tók mikinn
þátt í félagslífi, var um fjölda
ára formaður kvenfélagsins „Ein-
ingin“ í Höfðakaupstað, þá var
hún um árabil formaður sóknar-
nefndar Hólaneskirkju. Kven-
félagið gaf Hólaneskirkju nú á
jólum mjög fallegan silfurkross
til að prýða með altarið.
Geirlaug Sigfúsdóttir Reyk-
holti Höfðakaupstað andaðist
20. sept. Hún var fædd 6. sept.
1885 í Hringveri í Skagafirði.
Pétur Þ. Ingjaldsson.
Frá samvinnufélögunum.
Hjá S.A.H. var slátrað 35.442
kindum sl. haust eða um 3000
kindum færra en haustið 1963.
Reyndust dilkar með vænna
móti og flokkuðust mun betur
en undanfarin ár. í haust fóru
4.3% dilkanna í þriðja flokk, en
haustið 1963 17.5% í sama flokk.
Flest fé lagði inn Guðmundur
Jónasson bóndi Asi, eða 855
kindur.
Hæstan fallþunga dilka hafði
Ntetán Nigurösson bóndi Steiná
Svartárdal. Hann lagði inn 82
lömb sem vorn 17.47 kg að með-
altali.
Innlögð mjólk á árinu 1964
var 3.530 tonn, en var árið 1963
3.400 tonn. Er þetta um 4%
aukning á mjólkurmagni.