Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 48
16
HUNAVAKA
þutu á sínum fráu fótum með háværu hneggi og sperrtan stertinn
innan um hrossahópinn. Ia'fsgleði þeirra var svo eðlileg og fölskva-
laus, að jafnvel gamlir púlsklárar gleymdu snöggvast striti hins dag-
iega lífs og brugðu á leik. Eg var sjálfur ungur og áhyggjulaus og
naut þeirrar gleði, sem hverju náttúrubarni er eðlileg í snertingu
við umhverfi sitt á sólglöðum sumardegi. Fuglinn á greininni, sauð-
fé og hross í haga voru vinir mínir og leikfélagar frá fyrstu bernsku,
jteirra gleði var mín gleði og þeirra sorg mín sorg. Eg veit ekki
hvort að við, íslenzk sveitabörn þeirra tíma, höfum gert okkur Ijósa
grein fyrir því, hvor okkur var meira virði, sá vinur, sem gekk upp-
réttur á tveim fótum, eða hinn, sem kitlaði vanga okkar með mjúk-
um flipanum og lineggjaði blíðlega við eyrað. Þegar komið var
langt inn á afrétt hitti ég fyrir mér stóran hrossahóp. Þarna var dal-
verpi og eftir ]dví rann lækur, að honum voru háir bakkar og sums
staðar yfir hann gróin höft svo hann féll neðanjarðar. Þegar ég kom
að læknum sá ég nokkuð, er seint mun líða mér úr minni. Niðri í
einu jarðfallinu, sem mjög var aðkreppt, sá ég háls og herðar á ungu
hrossi. Það stóð þar skorðað í læknum og gat sig hvergi hrært. Þegar
ég kom að hneggjaði jrað sárt eins og það vildi l)iðja mig um hjálp.
Ég sá fljótlega að hér fékk ég engu áorkað. Trippið var stórt og
herðakambur þess og bógar námu við bakkann, virtist mér það
mundi hafa hrasað og runnið aftur á bak ofan í lækinn. Eg hafði
ekkert meðferðis, er að gagni gæti komið, hvorki l)i>nd til að bregða
undir trippið, né skóflu til að stinga úr bökkunum. Nokkrar árang-
urslausar tilraunir gerði ég til að lyfta undir framfætur þess og
hjálpa því upp, en það var þegar þrotið að kröftum. Stytzta leiðin
til bæja var að Laugabóli, en það var um klukkustundar ferð, og
var það mitt eina úrræði að leita þangað. Kvíaæmar voru gleymdar.
Ég keyrði hestinn sporum og sú var ein hugsun mín, að takast mætti
að ná í hjálp, sem að gagni gæti komið. Með tárin í augunum hrað-
aði ég för minni sem mest ég mátti, en í eyrum mér kvað við hátt
og sárt hnegg, síðasta kveðja eða áskorun um hjálp.
Þegar ég kom að Laugabóli og sagði frá tíðindum brá Ólafur
Þórðarson óðar við og fór með mér. Eitthvað tókum við með okkur
til að nota við björgunina, en hér skipti sköpum. Þegar við komum
á slysstaðinn var trippið dáið. Og nú þekktum við hér kæran vin,
sem við höfðum snúizt við og strokið á stalli veturinn áður.
Ég mun aldrei bera kinnroða fyrir tárin, sem hrundu niður á