Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 16
14
HÚNAVAKA
starfsemi munkanna hér á Þingeyrum. Þó er getið bókaiðju Arn-
gríms ábóta Brandssonar. Hann orti drápu um Guðmund biskup
Arason og þýddi úr latínu siigu um hann. Þessi þýðing á sögu Guð-
mundar ásamt Lárensíusarsögu Einars Hafliðasonar eru síðustu
biskupasögurnar og minnast má þá þess, að liér liafði ritun þeirra
hafizt.
Fátt er vitað um ritstörf Þingeyramunka á 15. öld, en það sem
nú hefur verið sagt nægir til að sýna, að klaustrið á Þingeyrum
hefur staðið sem lýsandi viti á dimmum miðöldum, verið aflgjafi
í íslenzkum bókmenntum og vörður menningar bæði fyrir Húna-
þing og landið allt.
I klaustrinu á Þingeyrum var sparsemi í hávegum höfð og sam-
kvæmt framansögðu máttu munkarnir ekkert eiga, en klaustrin
sjálf sem stofnanir urðu oft mjög auðug af löndum og lausum aur-
um svo og.ýmsum gripum. Ekki var sparað til bygginga klaustranna
og voru þau mjög vegleg. Þar varðveittust svo ýmiss konar dýrgrip-
ir bæði handrit og listmunir, er hverjum fjársjóði þóttu betri. Jafn-
skjótt og Jón biskup helgi lagði klaustrinu biskupstíundir sínar úr
13 kirkjusóknum, var grundvöllur lagður að því sem fjármálastofn-
un, og urðu þær nokkurs konar stofnfé klaustursins. Höfðingjar
eins og t. d. Þorgils Oddason og Guðmundur dýri settust þar að og
hafa sennilega greitt rausnarlega fyrir sig. Um siðaskipti var klaustr-
ið orðið mjög auðugt. Flestar jarðir í Þingi og margar jarðir nær-
sveitis voru í eigu þess. í máldaga Þingeyraklausturs frá 1525 eru
jarðir klaustursins taldar 93 byggðar og óbyggðar auk alls konar
ítaka og hlunninda. Má óhætt telja að Þingeyraklaustur hafi verið
ein mesta auðstofnun í landinu.
Að síðustu vil ég fara nokkrum orðum um endalok klaustursins
út frá siðaskiptunum. Arið 1551 markar stærst þáttaskil í sögu þessa
staðar. Með því ártali leggst munkalíf og klausturhald niður á Þing-
eyrum. Siðbótin, hin andlega hræring, er hófst með Marteini
Lúther leiddi til upplausnar munkdóms í þeim löndum, þar sem
hinn nýi siður var upptekinn. Árið eftir endalok Jóns biskups Ara-
sonar og sona hans (1550) komu hingað danskir valdsmenn á 4 her-
skipum og létu forystumenn Dana þá dæma allar eignir Jóns bisk-
ups og sona hans undir konung og hafa þá jafnframt strax litið á
klaustrin nyrðra sem konungseign, því að þeir létu greipar sópa um
Hóladómkirkju og klaustrin að Möðruvöllum, Munkaþverá og