Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 54

Húnavaka - 01.05.1965, Side 54
52 HÚNAVAKA að láta akkerið falla, enda var skipið komið mjög nærri landi. En rneira skrið var á skipinu, en ætlað var. Skipti það engum togum, að hin svera akkeriskeðja hrökk í sundur, þegar akkerið nam botn, og skipið rann áfram upp undir hólma eða sker, sem er innst í firðinum og stóð þar fast, en sandbotn var út frá skerinu, þar sem skipið tók niðri og sakaði það ekki. Engin leið var að losa skipið með eigin tilfærum, þar sem akkerið var glatað. Varð því að bíða hjálpar fram yfir páska. Þarna áttum við heldur dauflega bænadaga og páska, en fundum þó nokkrar rúsínur í súpunni okkar á páska- daginn. Önnur afbrigði vegna páskanna var ekki um að ræða. A páskadag, nokkru eftir hádegi, var komið stillt veður, en kalt. Fengum við tveir félagar þá léðan skipsbátinn, til þess að fara í land og skila bréfi, sem félagi minn hafði verið beðinn fyrir að Kirkjufelli, en sá bær stendur undir samnelndu felli skannnt frá strandstaðnum. Hlökkuðum við til að fá að ómakslaunum mennskra rnanna kaffi, ásamt einhverju meðlæti. Þetta varð þó hin mesta vonbrigða för. Blessað fólkið var ósköp elskulegt, en okkur var ekki boðið upp á svo rnikið sem kalt vatn að drekka. í það eina sinn fannst mér ég hafa mætt ógestrisni í okkar blessaða landi. A þriðja í páskum kom skip frá Stykkishólmi og veitti aðstoð til að ná Hvanney á flot. Skipstjóri á því skipi var sjóhetjan og krafta- jötunninn Sigvaldi Valentínusson, föðurbróðir frú Gróu á Þórodds- stöðum í Hrútafirði, en bróðir hans, Sören, var háseti á Hvanney. Þegar Hvanney var laus af skerinu var ekki beðið boðanna, en siglt án tafar undir ,,Jökul“. Þar var gott veður og allgott til fiskj- ar. Var þá allri sjóveiki og öðrum þrengingUm okkar skipverja lok- ið og lítið um ævintýri upp írá því. í næsta veiðitúr skipsins fór J)að norður fyrir Vestfirði, og var leitað fiskjar allt norður á Hornbanka, svo og hingað og þangað á leið til lands. A sunnudegi einum vorum \ ið skammt út af Hæla- vík. Þar er bær, skammt frá sjó. Fengum við þá 4 félagar leyfi tii J:>ess að skreppa í land, til þess að kaupa mjólk, því að nokkrar kýr voru á túninu. Við kvöddum dyra í Hælavík á fullkomlega kurteis- an og kristilegan hátt, en enginn opnaði. Þegar svo hafði gengið um stund, töldum við að enginn væri heima og snerum frá, von- sviknir. En er við vorum komnir miðja vegu til skips, opnaðist bær- inn og út komu 3 ungar stúlkur og tóku að elta kýrnar um túnið. Nú, jæja. Þær vildu þá ekkert við okkur tala, blessaðar. Við því

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.