Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 61
JVfeé kvöldkaffinu
Kristófer Kristjánsson tók saman.
Ég hef tekið hér saman nokkrar gamansögur um menn og málefni
hér í Húnaþingi, er flestar hafa gengið hér manna á milli og upp-
lagðar eru til að brosa að þeim stundarkorn.
Vart þarf að taka fram, en skal þó gert, að hér er um að ræða
endursögn af minni hálfu í flestum tilfellum, og því ekki tekin
ábyrgð á að alls staðar sé nákvæmlega rétt frá atburðum skýrt, þar
eð eitthvað getur hafa brenglazt atburðarásin í sögnum manna á
milli, þann tíma sem liðinn er frá því þessar frásagnir gerðust.
Kr. Kr.
Jósep Einarsson á Hjallalandi mun hafa verið sérstæður maður
á sinni tíð, stórbrotinn bæði í útliti og athöfnum. Bjó hann með
konu er Guðrún hét Þorgrímsdóttir. Heldur var sagt að sambúðin
væri stirð, því bæði voru stórlát og mikil fyrir sér. Sagt er, að þau
hafi á yngri árum látið lýsa með sér þremur lýsingum. En þegar
giftingardagurinn rann upp og hjónaefnin voru að ríða úr hlaði
sinnaðist þeim eitthvað, sem varð til þess að sprett var af hestun-
um og hætt við giftinguna, mun ekki hafa verið minnzt á slíka
hluti oftar.
Þegar Jósef lá banaleguna og var orðinn langt leiddur ætlaði Guð-
rún að fara að láta vel að honum. Sneri karl sér þá til veggjar og
sagði: ,,Of seint, Gunna.“
Ólafur Bjarnason var einu sinni staddur á Löngumýri hjá Pálma
bónda, seinni part sumars, sátu þeir inni og voru að rabba saman.