Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 20

Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 20
H Ú N A V A K A 18 Borgar-Bjarni. Kona hans var Guðrún Þorsteinsdóttir, bróðurdóttir Sveins Pálssonar læknis frá Steinsstöðum. Þau Bjarni og Guðrún áttu saman 20 börn, og eftir lát manns síns bætti hún tveim í hóp- inn. Elísabet Guðmundsdóttir, kona Stefáns, er fædd á Æsustöðum í Langadal 8. marz 1884. Foreldrar hennar voru Guðmundur Er- lendsson frá Tungunesi og Ingibjörg Sigurðardóttir frá Reykjum \ið Reykjabraut. Foreldrar Ingibjargar, Sigurður Kristjánsson og Þorbjörg Arnadóttir, voru greindar og sæmdar fólk. Bróðir Þor- bjargar var Jón bóndi á Víðimýri. Hann var skáld gott. Afi Elísabetar, Erlendur Pálmason bóndi í Tungunesi, var á sín- um tíma mjög kunnur maður og eru frá honum margar sagnir. Þeir voru samtímamenn, hann og Björn Eysteinsson í Grímstungu, og létu báðir nokkuð að sér kveða. Sýndist þeim oft sinn veg hvorum. Elísabet var í æsku, þegar Erlendur afi hennar dó. Man hún hann aðeins af því atviki einu, að hann gaf henni krónupening. Móðir hennar hafði orð á því, að ástæðulaust væri að gefa stelpunni pen- ing. „Þetta er ekkert að gefa,“ svaraði Erlendur, „en vera kann, að hún muni þá frekar eftir mér.“ Guðmundur og Ingibjörg, foreldrar Elísabetar, bjuggu á Æsu- stöðum í 18 ár. Þar fæddust börn þeirra öll, þrjár dætur og fjórir synir. Aðeins einn sonanna lifði, Sigurður, síðar skólameistari menntaskólans á Akureyri. Hinir dóu ungir. Frá Æsustöðum fluttu þau hjón að Mjóadal, var það talin góð jörð ntiðað við þeirra tíma búskaparhætti. Þar var vandað timburhús, byggt af Jóhanni Sigvaldasyni hrepp- stjóra, er þar bjó áður. Hann reisti lntsið einhverntíma á árunum frá 1880—1890. Grindin var fengin frá Noregi. Þótti þetta mikið framtak þá. Jóliann var greindur myndarmaður, harðgerður og siðavandur. Vildi ekki láta innleiða ósiði og lausung nýrra tíma. Guðrún kona Kristjáns bónda í Köldukinn er dótturdóttir Jóhanns. Þrjú l'yrstu búskaparár Guðmundar Erlendssonar var Jóhann hjá honum í húsmennsku ásamt konu sinni. Og nú heyrum við hvað Elísabet hefur að segja okkur. — Eg var ellefu ára þegar foreldrar mínir fluttu að Mjóadal árið 1895, og þar var ég þangað til faðir minn dó 1922. Ekki hafði ég af neinni skólavist að segja, en það var tekin kennslukona á heimilið handa okkur systrunum. Hugur Sigurðar bróður okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.