Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 30
28
HÚNAVAKA
Fyrir nær tíu árum brugðu þau
Gilshjón búi og fluttu til Blönduóss.
Höfðu þau þá bætt jörð og húsakost
að miklurn mun. A Gili var stofa, sem
byggð mun hafa verið laust eftir 1800.
Þessa byggingu reif Stefán ekki, held-
ur byggði viðbyggingu og endurbætti
þá gömlu svo sem föng voru á. Bygg-
ingin garnla bar vott um mikinn hag-
leik. Fyrir fáum árum kom upp eldur
i bæjarhúsunum og brann stofan þá
til kaldra kola, var að því mikill skaði,
því hér virtist ástæða ti! varðveizlu
gamalla minja.
------Gg nú höfum við dregið saman seglin og höfum hægt um
okkur, að vísu gerum við eitt og annað okkur til gamans — og nú
kemur Elísabet nteð hárfína þríhyrnu, sem hún liefur verið að vinna
úr íslenzkri ull. Hún hefur ávallt verið mikil hannyrða- og tóvinnu-
kona og haft af því sérstakt yndi. hessar þríhyrnur hennar hala
víða farið. Þær hafa numið land í flestum Norðurlöndum og einnig
brugðið sér vestur um haf. Alls staðar hefur þessum nýju landnem-
um verið vel tekið og óskað eftir fleiri slíkum. En nú veldur það
Elísabetu erfiðleikum, hve örðugri ullin af vestfirzka fénu, sem
flutt var hér inn við fjárskiptin, er til vinnslu. Telur hún að mun
erfiðara sé að aðskilja tog og þel, en verið hafi á ull fjárins, sem
fyrir var.
Þá hefur Stefán ekki alveg lagt árar í bát. Enn þá leggur hann
haga hönd að verki, sker vegghillur, bókamerki, vinnur margskon-
ar smíðisgripi úr hóf og horni og bindur bækur. Þetta styttir stund-
irnar og tensir aldraðan erfiðismann líðandi stund.
Elísabet kveðst vera farin að tapa sjón svo óhægt sé um bóklestur.
Hún hefur því ekki aðstöðu til að kveða upp neinn dóm um þær
bókmenntir, sem kynsystur hennar bera nú á markaðinn.
— Jú — Stefán er nú ekki heldur fróður í þessu efni, en einhvern
veginn finnst honurn sem það sé orðinn atvinnuvegur að rubba upp
sumum þessum sögunt og þar muni meiru ráða gróðavon en innri
tjáningarþörf skálds.
„Annars vil ég ekkert um þetta dæma,“ bætir hann við.-
Sigurbjörg Stefríjisdótlir.