Húnavaka - 01.05.1965, Síða 51
GUÐBRANDUR ÍSBERG:
Háseti á skútu
Það var undir lok skútualdarinnar. Eg var í sveit; uppalinn þar
og hafði aldrei dýft hendi í saltan sjó, elskaði grænt gras, kjarr og
annan gróður móður jarðar, svo og húsdýrin, einkum fé og hross,
og hugði fátt annað betra en að vera á hestbaki eða sinna um fé, að
hjásetu þó undanskilinni. Samt sem áður fékk ég, 17 ára gamall, þá
flugu í höfuðið að gerast liáseti á skútu. Þau voru tildrög þess, að
ég fékk vitneskju um, að á tiltekinni skútu í Stykkishólmi, hefði þá
sumarið áður, á síðvetrar-, vor- og sumarvertíð til ágústloka, feng-
izt 500 króna hásetahlutur. Sem \ istráðið hjú, svo sem ég hafði ver-
ið frá 11 ára aldri, innan fermingar sem matvinnungur, en eftir það
fyrir 60—90 kr. árskaup, gat ég í mesta lagi gert ráð fyrir 100 króna
kaupi. Fimm mánuðir — fimm ár. Það var nokkuð ólíku saman að
jafna, ef vel tækist til. \hð þetta bættist svo það, að ég hafði fullan
hug á að reyna að verða bjargálnamaður, þó að einhverjum þægind-
um þyrfti þar til að kosta, og í annan stað skorti mig reiðufé til
skólagöngu, þó að ekki væri nema á unglingaskóla. Þetta hefði þó
sennilega ekki nægt, til þess að fá mig þá þegar til að rífa mig úr
örmum sveitalífsins og frá góðu heimili, á þess tíma mælikvarða, ef
ég hefði ekki verið einstæðingur, sem ekki hafði frá neinu að hverfa.
Móðurlaus tveggja ára, föðurlaus 6 ára og forsjárlaus 11 ára, vegna
þriðja dauðsfallsins. Allt er þegar þrennt er, segir máltækið. Loks
var égþá á kanti við mína nánustu ættingja og neitaði að þola nokk-
ur afskipti af þeirra hendi af mínum högum, þó að undanskildum
föðurbróður mínum og fjárhaldsmanni, sem samþykkt hafði vist-
ráðningu mína 3 síðustu árin fyrir fermingu. Rótleysið og ástvina-
skorturinn reið baggamuninn. Ég gerðist háseti á skútu.
Skútan, sem ég réðist á var 50 tonna skip, Hvanney frá Stykkis-
hólmi. Skyldi ég vera mættur þar, tilbúinn að stíga á skip 1. apríl.
4