Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 13
HÚNAVAKA
11
sem hann sæi ekki og lauk hinni helgu athöfn að réttum kirkju-
siðum.
Sölvi prestur sat um hríð í góðu yfirlæti Vindhælinga. Síðan lét
(iuðmundur fylgja honum norður. í leiðinni gisti hann að Þorbergs
á Sæunnarstöðum. Þar hvarf úr vasa hans, að hann taldi, svara-
mannaseðill þeirra fjórmenninga, sem höfðu gengið í ábyrgð fyrir
hjónabandi þeirra Guðmundar og Þórdísar.
Þegar Grímur amtmaður frétti þessi tíðindi, skipaði hann svslu-
manni að prófa, hversu löglegt væri hjónaband þeirra á Vindhæli.
í réttarhöldum kom hinn glataði svaramannaseðill á dasiskrá. Sig-
urður í Höfnum hafði afrit af honuin í dagbók sinni og „heldur"
það verið hafa öldungis sainhljóða" seðlinum. Þar stóð, að þeir
svaramenn tækju ábyrgð á hjónabandinu svo langt sem lög leyfðu,
en Siilvi prestur hélt því fram, að á þeim seðli, sem hann lékk í
hendur, hefðu jreir tekið fulla og óskoraðu ábyrgð á sig.
Þannig léku þessir bændur sér að yfirvöldunum eins og köttur
að mús.
Eftir langt þras dæmdi setudómari, því að Blöndal var þá
dáinn, Þórdísi 27 vandarhagga hýðingu fyrir óhlýðni og þau Guð-
mund sameiginlega í 20 rd. sekt. Svaramenn voru sýknaðir. Þessum
dómi breytti Landsyfirréttur svo, að Þórdís ein skyldi greiða 20
rd. en sleppa við vandarhöggin.
Þannig lauk þessu ævintýri. Þau hjón sátu að búi sínu og grædd-
ist fé, því að bæði voru umsýslusöm. Eftir 16 ára hjónaband, en
nærri 30 ára samvistir, andaðist Guðmundur, árið 1861.
Þórdís bjó eftir á Vindhæli og lifði til 1890. Hún giftist í annað
sinn, er hún var 72 ára gömul, dönskum verzlunarstjóra á Hóla-
nesi, Friðrik Hillebrandt, 36 ára að aldri. Hillebrandt giftist til
fjár, sem vænta mátti, en Þórdísi þótti virðing að. Lét hún reisa
handa honum timburstofu, sem staðið hefur til þessa. Hillebrandt
var drykkfelldur og hrottalegur við Þórdísi. Eitt sinn er hann
skipaði henni út úr stofu sinni, heyrðist hún tauta: Ég er nú samt
maddama Hillebra?idt, — og minnir það allmjög á manninn, sem
heyrðist mæla við sjálfan sig í Bankastræti: „Ég er fullur, ég er
skítugur og ræfilslegur, en ég er þó alltaf Húnvetningur.“
Góðir Húnvetningar! Ég hef rifjað upp sögu Guðmundar á
Vindhæli, ekki svo mjög af því að hann eða Þórdís séu sérstakar