Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 166
164
HÚNAVAKA
Hans Kristján og Hilmar Angantýr, báðir bílstjórar, búsettir á
Blönduósi, og Lovísa, luisfrú, búsett í Reykjavík. Snorri var dugn-
aðarmaður mesti til allra verka, forsjáll og umhyggjusamur heimilis-
faðir og kynnti sig hvarvetna vel.
Theódór Krisljnnsso>i, verkam., Halldórshúsi 11., Blönduósi, and-
aðist að heimili sínu 21. febr. Hann var fæddur að Svangrund í Engi-
hlíðarlireppi 29. ág. 1900. Voru foreldrar hans Kristján Guðmunds-
son og Ragnhildur (uiðmannsdóttir frá Krossanesi. Var hún systir
Agnar Leví á Ósum, Vatnsnesi, og Önnu konu Valdimars í Bakka-
koti. Theód(ir fluttist ungur með foreldrum sínum að Ytrahóli og ólst
j^ar upp fram yfir fermingu. Var síðan á ýmsum stiiðum, bæði í Aust-
ur- og Vestur-Hún., þar til hann fluttist til Blönduóss árið 1929 og
kvæntist Stefaníu Guðmundsdóttur. Þau eignuðust 5 börn. Misstu
þau ungan dreng, sem bar nafn Guðmanns í Krossanesi. Hin börnin
eru þau Guðmundur og Alda, bæði búsett á Blönduósi, ísabella, bú-
sett í Reykjavík og Ragnhildur, búsett í Kópavogi. Eftir að Theódór
fluttist til Blönduóss, var hann um tveggja áratuga skeið aðalvið-
gerðamaður á símalínum í héraðinu, en síðustu 17 árin starfsmaður
mjólkurstöðvarinnar. Hann var skyldurækinn í öllum störfum sín-
um, vinnusamur og dugnaðarmaður hinn mesti. Hann sat um skeið í
hreppsnefnd Blönduósshrepps, var einn af stofnendum verkalýðsfé-
lagsins þar og gerður að heiðursfélaga þess.
Jakob Sigurjinnsson, bóndi á Hurðarbaki, andaðist á Blönduósi
27. marz. Hann var fæddur að Hurðarbaki 7. febr. 1935 og ól þar
allan sinn aldur. Voru foreldrar hans þau hjónin Sigurfinnur Jakobs-
son og Björg Erlendsdóttir, sem lengi bjuggu á Hurðarbaki. Hann
var efnilegur bóndi og vel látinn af þeim, sem kynntust honurn,
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Jóhanna Björnsdóttir, húsfreyja í Víðidalstungu, lézt að heimili
sínu, háöldruð, 27. apríl. Hún var fædd að Gröf í Víðidal 9. des.
1868 og vantaði því ekki nema nokkuð á þriðja ár til þess að hafa
lifað heila öld. Foreldrar hennar voru jrau merkishjónin Björn Leví
Guðmundsson, einn af hinum mörgu svokölluðu Síðusystkinum, og
Þorbjörg Helgadóttir Vigfússonar bónda í Gröf. Ung fluttist hún
með foreldrum sínum að Marðarnúpi í Vatnsdal, en við þann bæ
var þessi fjölskylda lengst af kennd. Um tvítugsaldurinn, eða árin
1888—’89, var hún á kvennaskólanum á Ytri-Ey og lauk þaðan prófi
og fékk góðan undirbúning undir lífsstarfið. Árið 1893, 14. sept.,