Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 140
138
HÚNAVAKA
Hann er sæll í hjarta sínu, sífellt glaður eins og væri hann í veizlu.
Stundum skrepp ég inneftir að heimsækja Ása. Þá býður liann mér
sæti á rúminu sínu, en sezt sjálfur á kistu sína andspænis nrér. Á
milli okkar er lítið borð, og stundum standa á því ölkollur. Ási er
nefnilega ölkær með afbrigðum, og allir vita hvernig ég er, þegar
um slíkt er að ræða.
Já, svona sitjum við Ási stundum heilu kvöldin. Gamli maðurinn
segir mér sögur frá ungdómsárum sínum, en ég hlýði á. Sögurnar
eru skemmtilegar, því saman fer, Ási er skynsannir, vel minnug-
ur og segir prýðilega frá. Svo hefur hann líka lent í mörgu inn dag-
ana, farið víða og reynt nrargt.
Sögurnar eru um ýmiss konar efni, svo sem hrakninga, harðindi,
drauga, ástir og margs konar óhiipp úr hans daglega lífi.
Fyrir nokkrum dögum sagði Ási gamli mér eftirfarandi:
,,Það var á jólaföstu veturinn 1886, að ég var sendur með áríðandi
bréf til sýslumannsins í Múla. Ferðafæri var hið ákjósanlegasta,
hjarn og ísar yfir allt. Þetta var nokkuð löng leið, varla farin á
skemmri tíma en tveimur dögum. Áætlaði ég því fjóra daga í ferð-
ina fram og til baka, gengi allt vel og slysalaust.
Af för minni segir svo ekkert, fyrr en ég er kominn á leiðarenda,
sýslumannssetrið að Múla. Kviild var komið og myrkur grúfði yfir
HÖRÐUR VALDIMARSSON. Fædd
ur 1925. Fóstursonur Jónatans J. Lín-
dal á Holtastöðum. — Lögregluþjónn
í Reykjavík. Kona hans er Erla Bjarna-
dóttir, Reykjavík.