Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 31
HÚNAVAKA
20
náði liann hér í konuna, Ingibjörgu Briem. Hún var kennslukona
við Kvennaskólann.
Ari Arnalds var ákaflega virðulegur maður og góðmenni. Hann
vann allt á gæðunum. Hann gat látið þá meðganga allt saman, t. d.
í þjóinaðarmálum. Annars hefur aldrei þekkzt neinn þjófnaður liér
á Blönduósi. IJað liafa einstaka sálir verið bendlaðar við þetta, en
þetta var aldrei neitt, sem hét. Menn gátu látið liggja hér úti hvað
sem var og ekkert hvarf.
Hvað um læknana?
Þeir hafa \erið stórmerkir menn. Jón Jónsson, læknir frá Hjarð-
arholti í Dölum, var bráðskynsamur maður, ákaflega látlaus og al-
þýðlegur. Hann var ekki álitinn mikill læknir, en liafði þeim mun
meiri áhuga á almennum velferðarmálum. Hann hafði talað um
að leiða vatn ofan úr Dýhól, 30 árum áður en Jrað var gert.
Kristján Arinbjarnar hafði geysilegan áhuga á félagsmálum. Hann
var mesti hvatamaður að byggingu gamla samkomuhússins. Náttúr-
lega getum við sagt að leikfélagsstofnun og leikstarfsemi hafi rekið
á eftir því máli.
Árið 1923 er tekin upp leikstarfsemi, sem ekki hefur slitnað síðan.
Það var Henrik Berndsen, sem gekk Jrar fyrir. Hann hafði kynnzt
henni á Akureyri í Gagnfræðaskólanum og var sjálfur ágætur leik-
ari á þeirra tíma mælikvarða.
Þá var leikið í svonefndu vesturpakkhúsi, sem nú er búið að flytja
Iram í Blöndudalslmla. Pakkhúsið var 12 sinnum 24 álnir með stoð-
um eftir endilöngu og var tjaldað seglum og flöggum á stoðirnar
til að fá út helminginn. Leiksviðið var í enda annars helmingsins.
Sæti voru fyrir 70—80 manns, en þá var Jrröngt setið. Hinum megin
við tjaldið voru seldar veitingar. Þarna voru leiksýningar og dansað
á hverju kvöldi. Þetta var venjtdega um sýslufundinn, sem þá var
haldinn ekki seinna en í marz.
Varst þú þá farinn að leika?
Já, ég byrjaði strax sem hjálparmaður við leikstarfsemi og reikn-
aði aldrei með að leika.
I fyrsta leikritinu lék ég þjón, sem kom inn einu sinni og sagði
nálægt hálfri póstpappírsörk. Svo liélt þetta áfram.
Og þú verður ákaflega vinsæll leikari?
Já. Eg skil nú ekki af liverju Jrað varð. Ég hafði alltaf meira gam-
an af að útbúa leiksviðið og koma því sem haganlegast fyrir heldur