Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 178
176
HÚNAVAKA
Eftir spilliblotana í desember
varð að mestu innistaða á fé
vegna jarðleysis og ótíðar. Mj()g
jarðskarpt varð fyrir hross og
nokkuð farið að taka á hús af
folöldum og lélegri gönguliross-
um á áramótum. Erfitt reyndist
að lialda vegum opnum í desem-
ber. Var það þó reynt eftir megni
fram að jólum vegna mikillar
umferðar, en um áramót mátti
telja, að allir vegir í héraðinu
væru lokaðir.
P. S.
FRÉTTIR ÚR HÖFÐAKAUPSTAÐ.
Fiskveiðar gengu treglega eins og
áður. í janúar og febrúar var afli
sæmilegur, héldu þá hinir stærri
bátar suður. Helga Björg aflaði
600 tonn og lagði upp í Grinda-
vík.
Vegna lrins mikla hrognkelsa-
afla árið áður, var mikill hugur
í mönnum að gera út til slíkra
veiða. Keyptu margir nýja báta
og mikið af netum. Er talið að
um 26 bátar liafi stundað þessar
veiðar liér á Ströndinni.
Grásleppuveiðin varð miklu
minni en árið áður og verð á
hrognum fallandi.
Hinir minni bátar, er veiddu
með snurvoð, fengu sæmilegan
afla, var það betra en sumarið
áður.
Sleipnir, Húni 2. og Helga
Björg fóru á síldveiðar. Mestan
afla hafði Helga Björg 2590 tonn,
skipstj. Jón ívarsson. Húni 1.
var seldur á árinu til Keflavíkur.
Rækjuveiðar hófust 9. marz og
stóðu til 22. apríl. Stundaði þær
einn bátur, Guðjón Árnason, er
aflaði vel. Formaður var Sigur-
jón Guðbjartsson í Vík. Lagði
hann aflann upp á Hvamms-
tanga, og var honum ekið á bíl
til Höfðakaupstaðar, þar sem
hann var unninn hjá Höfðaveri.
En Höfðaver hætti að reka frysti-
hús kaupfélagsins um miðjan
júlí, tók þá kaupfélagið við
rekstri þess.
Sláturfé hjá Kaupfélagi Skag-
strendinga var 5590 kindur, auk
þess stórgripir er voru með fleira
móti. Meðalvigt dilka var 14.06
kg. Heyfengur var 8500 hest-
burðir. Nágranna bændur heyj-
uðu nokkur tún í kaupstaðnum.
Þessi lifandi peningur var settur
á í haust, 2050 kindur, 37 kýr og
97 hross.
Fjöldi fólks fór á þorsk- og
síldvertíð til fjarlægra héraða, að
starfa á sjó og landi. Ráðnir voru
20 menn til síldarverksmiðjunn-
ar um síldveiðitímann. í októ-
ber bárust tveir síldarfarmar
með flutningaskipum á vegum
Síldarverksmiðja ríkisins til
Höfðakaupstaðar. Alls voru það
um 1100 tonn, og hafði þá eigi
verið brædd hér síld síðan 1961.
Síldarsöltun var engin. Fisk-