Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 171
HÚNAVAKA
169
1892 á Hofi í Hjaltadal. Foreldrar hennar voru Jóhann Jóhannsson
og kona hans, Katrín Lárusdóttir, búsett á Hofi.
Jóhanna gekk á Kvennaskólann á Blönduósi, var myndarkona,
vel gefin, ljóðelsk og bókhneigð. Hún giftist 20. júlí 1913 Sigurjóni
Jóhannssyni kennara og bónda. Þau bjuggu í Vindhælishreppi,
síðast á Vindhæli, unz þau fluttu í Höfðakaupstað. Börn þeirra eru
Haraldur og Katrín, bæði búsett í Höfðakaupstað.
Þórey Jónsdóttir, Skála, Hcifðakaupstað, andaðist 29. des. á sjúkra-
húsinu á Akureyri. Hún var fædd 22. júní 1900 í Hemmertshúsi
í Höfðakaupstað. Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason, formaður,
og kona lians Ólína Sigurðardóttir, ljósmóðir, Brúarlandi, Höfða-
kaupstað. Lágu ættir hennar í Strandasýslu meðal þeirra Brodda-
nesmanna. Þórey var snemma tekin í fóstur til hjónanna Guðjóns
Guðjónssonar og Margrétar Jónsdóttur, er bjuggu í Efri-Lækjardal
og á Blönduósi. Er Þórey var uppkonrin dvaldi hún um fjölda ára
á heimili Jóns Jónssonar læknis á Blönduósi og í Reykjavík. Þórey
var myndarkona og hafði um 30 ára skeið fæðissölu í Höfðakaup-
stað. Um 20 ára skeið var hún í tölu beztu leikara í Húnaþingi, þótti
henni bezt takast í liinum alvarlegri hlutverkum. Hún las og ágæt-
lega upp, og starfaði um fjölda ára í kirkjukórnum.
Þórey var velviljuð og heilsteypt. Börn hennar eru Inga Þorvalds-
dóttir og Jón Ólafur ívarsson skipstjóri, bæði búsett í Höfðakaup-
stað.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.
ÆSUST AÐAPRESTAKALL.
Sveinbjörg Brynjólfsdóttir, Stóradal, lézt á Landspítalanum 2.
maí sl., eftir stutta legu. Hún var fædd 12. okt. 1883 að Eyrarbakka.
Foreldrar hennar voru hjónin Þórey Sveinsdóttir frá Eyrarbakka og
Brynjólfur Vigfússon, smiður frá Söndum í Meðallandi. Sveinbjörg
var hjá foreldrum sínum til 19 ára aldurs, en þá fór hún til Reykja-
víkur. Þar var hún við nám og störf, unz hún tók sig upp og fór
norður í Húnavatnssýslu. Gerðist hún kaupakona á Guðlaugsstöð-
um hjá Jóni Guðmundssyni, bónda þar, en síðar í Stóradal. 11. okt.
1907 giftist Sveinbjörg Jóni (síðar alþm.), syni Jóns Guðmundsson-