Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 45
HÚNAVAKA
43
um vaða hann í kálfa og hné oftast nær. Við tókum það ráð að ganga
í slóð og skiptast á um að troða á undan. Þreyttir og slæptir kom-
um við til Heydalsár. Þar bjó þá Jón yngri frá Tröllatungu, ef ég
man rétt, sonur Jóns Jónssonar, er þar bjó lengi rausnarbúi, ættað-
ur frá Laugabóli við Djúp. Pétur skólabróðir þekkti sig vel, þegar
hingað var komið, enda nálgaðist nú leiðarenda fyrir honum. Okk-
ur var öllum tekið af hinni mestu rausn og þarna áttum við reglu-
lega góða nótt. Daginn eftir héldum við inn með Steingrímsfirði og
að Hrófbergi, en sá bær stendur næstum við botn fjarðarins. Þar
gistum við í góðu yfirlæti hjá móður Péturs, sem þar bjó með börn-
um sínum. Daginn eftir héldum við tveir á Steingrímsfjarðarheiði,
Guðmundur skólabróðir minn og ég. Hann var frá Kirkjubóli við
Skutilsfjörð, sonur Tryggva Pálssonar, er þar bjó lengi. Þetta var
síðasta dagleið mín í ferðinni, ef allt gekk að óskum, því að ég átti
heima á Brekku í Langadal, hinum megin heiðarinnar, en Guð-
mundur mundi þurfa daga til viðbótar áður en hann næði heim.
Við Guðmundur gengum fyrst fram Staðardal, sem er byggð sveit.
Þar var færi bærilegt, en ekki gott. Þá kastaði fyrst tólfunum, þegar
upp á heiðina kom. Þar var snjórinn óskaplegur. Flestir símastaur-
ar voru þar á kafi og línan líka nema þar, sem sett höfðu verið prik
eða spírur milli staura til að halda vírnum uppi. Það höfðu við-
gerðarmenn gert um veturinn til að forða frekari skemmdum á lín-
unni. Þegar við komum niður í svokallaðar Heiðarbrekkur vestast í
heiðinni, hittum við menn frá Kirkjubóli í Langadal, sem voru að
höggva skóg til eldiviðar. Þar sást á einstaka runna upp úr snjóbreið-
unni. Ég þekkti til manna þessara og gáfum við okkur á tal við þá.
Minnistæður er mér sá, sem helzt hafði orð fyrir þeim. Hann var
orðhvatur og fljóthuga, en hugsaði ekki að jafnaði áður en hann
talaði. Hann kallaði strax til mín þegar hann þekkti mig og sagði
að ég þyrfti ekki að búast við gleðilegri heimkomu, því að bræður
mínir tveir, sem heima væru, lægju fárveikir. Mætti gott heita ef ég
næði þeim lifandi, svo langt hefðu þeir verið leiddir í gærkvöldi, er
hann hafði síðast fréttir af þeim. Hann sagði þetta allt í léttum
gaspurtón, rétt eins og um einskisverða hluti væri að ræða. En fyrir
mig voru þetta engin gleðitíðindi eins og nærri má geta, þreyttan
og göngumóðan af heiðinni. Þarna varð því færra um kveðjur en
eðlilegt hefði verið. Við Guðmundur hvöttum gönguna, sem mest
við máttum og hafði ég í huga að ná, sem fyrst niður að innsta bæn-