Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 30
28
HÚNAVAKA
svo gífurlegir. I}að var mikil laxveiði áður og svo kom hún aftur,
en ekkert að ráði fyrr en klakið kom.
Stundaðir þú veiði?
|á, já, ég stundaði mikið veiði. I>á átti Sæmundsen Hnjúka. I>að
var veitt í lagnet. — Þarna var klettaþró rétt á móti F.nni — nokkurs
konar kvísl. — Hún var aðalveiðistaðurinn á Hnjúkum, frá gamalli
tíð. Á vissum tímum gekk mikið af laxi í liana, þrengsli og fossar
voru fyrir ofan, svo að þarna stanzaði hann í stórum stíl. Aldrei
man ég samt eftir, að það fengjust meira en 8—9 laxar þarna í einu.
A'úna er hún helmingi styttri en hún var, grjótið hefur losnað upp
og flotið burtu og það var sprengt upp úr henni, svo að enginn íisk-
ur er í henni nú.
Laxveiði í salt mun hafa lagzt niður 1908— 10, því að þá var sett-
ur svo hár tollur á liann í Danmörku að ekki borgaði sig að salta
liann. Hann var áður fluttur út og var það mikil tekjulind, að ég
býst við, að á Hjaltabakka og Húnsstöðum hafi jDeir haft eins mikið
upp úr laxinum og fjárbúinu. Þá var pundið af laxinum á 50 aura,
en af lambakjöti 18—20 aura.
1912—14 er laxinn sendur frystur til Danmerkur. Verðið var ágætt
og var talið að Magnús Vigfússon, sem þá bjó á Þingeyrum hafi stór-
grættá Jaessu. Þaðan kom lax á hverjum degi og Jrað var miklu vænni
lax. Sjaldgæft var að Jiað, sem kæmi úr Bjargaósi væri fyrir neðan
5 kg. að meðalvigt. Þegar stríðið fór í algleyming var búið með þetta.
Stangaveiði var ekki stunduð þá, og það var meira að segja álitið,
allt fram til 1930, að ekki væri hægt að veiða lax á stöng í Laxá á
Ásum. Það hafði iðulega verið reynt, en enginn náð laxi úr þess-
ari á, sem seinna verður ein af beztu stangveiðiám landsins.
Var veiði á Blönduósi?
Það var mikil silungsveiði. Hér var net við net fram með öllu.
Allt ágætur sjávarsilungur og Jietta var nýmeti, sem aldrei brást.
Manst Jdú eftir mörgum sýslumönnum?
Þeir hafa verið 6 frá því ég kom. Gísli ísleifsson er sýslumaður
til 1912 og þá er Björn Þórðarson settur í tvö ár. Hann varð síðar
ráðherra. Ari Arnalds er til haustsins 1918 og þá kom Bogi Brynj-
ólfsson og eftir hann Guðbrandur ísberg og Jón sonur hans. Gísli
ísleifsson var ákaflega vinsæll maður, öllum krökkum þótti vænt
um liann, hann var svo jafn og alþýðlegur. Björn kynntist ákaflega
lítið. Hann virtist strangur og hélt sér frá kynningu við lólk. Þó