Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 44
42
HÚNAVAKA
við að Kolbeinsá. Þegar við komum heim undir bæinn sáurn við
andlit í glugga íbúðarhússins. Við kvöddum dyra á áföstum skúr,
sem við héldum vera innganginn eða fordyri. Við börðum nú og
börðum, en enginn kont til dyra. Þótti okkur þetta kynlegt, þar sem
við höfðum áður séð fólk í gluggum. Datt okkur nú í hug, að heima-
menn mundu vera hræddir við okkur vegna faraldursins og ætluðu
ekki að hleypa okkur í bæinn. Þá fórum við að gæta betur að og sá-
um þá að aðrar dyr voru til hliðar við skúrinn. Við börðum svo þar
og innan stundar kom unglingur til dyra og sýndist hann nokkuð
skældur af hlátri. Þá rann það upp fyrir okkur, að við höfðum farið
heldur betur dyra villt, því að það var úti-kamar, sem við ætluðum
bæjardyrnar í fyrstu og knúðum sem fastast. Auðvitað hafði fólkið
í bænum skemmt sér við þessi mistök okkar, sem vonlegt var. A Kol-
beinsá áttum við ágæta nótt. Morguninn eftir héldum við norður
til Bitrufjarðar, fram hjá Guðlaugsvík og fengum ferju yfir fjörð-
inn frá Þambárvöllum. Við stönzuðum svo á Gröf hinum megin
fjarðar og fengum þar liressingu og hvíld áður en við lögðum á
Bitruháls, sem er allhár og brattur. Varla sást á dökkan díl á þeirri
leið. Við komum að Þrúðardal í Kollafirði og báðum um að okkur
væri gefið að drekka. Bæjarhús voru þar nærri á kafi í fönn og man
ég að við stóðum á skaflinum, jafnhátt kvistglugganum ofan við
bæjardyrnar og þömbuðum ómælda mjólk úr könnum.
Frá Þrúðardal fórum við yfir að Litla-Fjarðarhorni, en þaðan
hugðumst við trekkja okkur yfir fjall til Heydalsár við Steingríms-
fjörð og er það allmikill áfangi. Þegar við komum að Litla-Fjarðar-
horni var kominn hlákuvottur og frostlina í snjó. Þessara hlýinda
gætti þó ekki til fjalla. Okkur var boðið til baðstofu, sem var frekar
lítil og lágreist. Þar var fyrir hópur barna á öllum aldri og auðsjáan-
lega setinn hver kimi og krókur í bænum þeim. Húsbóndinn minn-
ir mig að héti Franklín og aðkomumaður var þar einnig, sem mér
finnst einhvern veginn að muni hafa verið póstur. Nafn hans man
ég ekki, en hann var málgefinn mjög. Við höfðum látið okkur detta
í hug að biðja jrarna um að selja okkur mat, en þegar við sáum hve
þröngt var á garðanum, fengum við okkur ekki til þess og töldum að
húsmóðirin hefði nóg á sinni könnu, þó hún þyrfti ekki að standa í
útvegum fyrir okkur. Við þáðum þarna kaffi og með því, en flýttum
okkur svo af stað og héldum upp á fjallið.
Gangfæri var vægast sagt mjög slæmt, snjórinn laus og við mátt-