Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 100
98
HÚNAVAKA
Sumarið 1891 fær Möller þáverandi lóð sína nákvæmlega mælda
út. Er lóðin þá „frá norðvesturhorni trégirðingar umhverfis íbúðar-
hús hans beint austur í skurð þann, sem grafinn er frá melnum allt
niður í Blöndu, eða 45 faðmar“. Skurður þessi er sá, sem lá niður
fyrir vestan Möllerstúnið og hefur þá náð alla leið niður í Blöndu.
Var þar eins og smá gil í árbakkanum áður en hann var hlaðinn
upp eftir 1940. Upp með þessum skurði að vestan myndaðist bein
gata frá veginum upp með Blöndu (Neðriveg) og upp á Efriveg,
stundum kölluð Koppagata. Breidd lóðarinnar var „22 faðmar til
suðurs, sem er lítið eitt suður fyrir bræðsluhús kaupmanns Möllers".
Bræðsluhúsið hefur því staðið í suðausturhorni lóðarinnar og er þar
nú Lágafell, hús Hjálmars Eyþórssonar.
Fyrir vestan Thomsenslóð var 15 álna breitt bil og tók þá við lóð
Steinckes. Lá hún 30 faðma til vesturs „eftir því sem melbrúnin ligg-
ur“. Melbrúnin, sem nú er kallaður bakki, hefur þá haft sömu
stefnu og nú, til suðvesturs. Lóðin varð því hornskökk og það er ekki
fyrr en 1886, þegar Pétur Sæmundsen verzlunarstj. Höepfnersverzl-
unar fær útmælda viðbótarlóð, af sömu breidd, en 95 álnir til suð-
urs að austan og 53 álnir að vestan, að suðurhlið lóðarinnar verður
hornrétt. Síðan var þessi lóð lengd í áföngum til suðurs af sömu
breidd og síðast fékk Evald Sæmundsen útmælda brekkulóðina
skömmu eftir aldamót. Lóð jressi var girt með grjótgarði að austan,
sem náði sunnan úr brekkunni allt norður á móts við norðurgafl
húss Snorra Arnfinnssonar. Að vestan var einnig grjótgarður og eru
lóðarmörkin þar auðþekkt.
Einhvern verzlunarrekstur hefur Steincke haft á sínum vegurn
1877 og 1878, jrví það ár er lagt á Steinckes verzlun 300 fiska aukaút-
svar í Torfalækjarhreppi. Var það jafnhátt útsvari Hillebrandts
verzlunar. En í árslok 1878 telur sýslumaður Höepfners verzlun
fastaverzlun á Blönduósi, en getur Steinckes ekki að neinu. Trúlega
hafa einhverjir skúrar verið reistir á lóðinni upphaflega, en fyrir
1880 (e.'t. v. jregar 1878) er gamla búðin (Pétursborg) örugglega
byggð, því þá greiðir Höepfner svipaða fjárhæð í húsaskatt og
Munch af húsi sínu.
Þessar tvær verzlanir, Höepfnersverzlun og Möllersverzlun, voru
síðan einráðar á Blönduósi, þangað til Kaupfélag Húnvetninga kem-
ur til sögunnar árið 1896.