Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 167
HÚNAVAKA
1(55
giftist hún Teiti Teitssyni, miklum atorku- og dugnaðarmanni, ætt-
uðum úr Vestur-Hún. Þau byrjuðu búskap að Gilá og bjuggu þar
eitt ár, því næst í Haga í Þingi í 4 ár og Ægissíðu í 4 ár, en þaðan
fluttust þau að Víðidalstungu, þar sem Jóhanna átti lieima til ævi-
loka. Hún missti mann sinn árið 1923 en bjó samt áfram enn um
20 ára skeið og var Óskar sonur hennar bústjóri. Tók hann síðan
við jörðinni, en hi'tn sat í skjóli lians og tengdadóttur sinnar, jrað
sem eftir var ævinnar. Hún og þau hjónin eignuðust alls 13 börn.
Tvö þeirra, Ciuðmundur og Aðalheiða, dótt bæði á fyrsta ári. Þá
missti hún uppkomna dóttur. Ragnheiði, og enn freniur son sinn,
Aðalstein, sem var skólastjóri á Suðurnesjum. Hin, sem eftir lifa,
eru: Þorbjörn fyrrv. bóndi í Sporði, Anna húsfrú á Bakka, Oskar
Bergmann bóndi í Víðidalstungu, Jóhann bóndi á Refsteinsstöðum
og Eggert Þórarinn, Guðrún, Þorvaldur, Ingunn og Elísabet öll bú-
sett í Reykjavík.
Hið forna höfuðbúl, Víðidalstunga, sem komið var í nokkra niðtir-
níðslu, hefir tekið mikltim stakkaskiptum í tíð Jóhönnu og þeirra
hjóna og Óskars sonar þeirra.
Jóhanna var myndarleg og vel verki farin húsmóðir, hafði virðu-
lega og prúða framkomu, góðhjörtuð og vann hylli allra, sem kynnt-
ust henni. Hún var prýðilega greind og bókhneigð og las rnikið.
Eftir að hún hætti búskap tók hún að sér umsjá lestrarfélags sveit-
arinnar, kom því í röð og reglu og annaðist það af fágætri alúð, allt
til æviloka.
Hólmjríður Halldóra Erlendsdóttir lézt á sjúkrahúsinu á Blöndu-
ósi 30. ágúst. Hún var fædd að Reykjarhóli í Fljótum 4. okt. 1875.
Foreldrar hennar voru þau hjónin Erlendur Jónsson og Guðfinna
Árnadóttir. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum, en fluttist hingað
í sýsluna innan við þrítugt. Kom hún fyrst sem kaupakona að Orra-
stöðum til Péturs Tómassonar, sem síðast bjó í Meðallieimi, og
var að mestu á hans heimili, þar til hann andaðist, og síðan um skeið
ltjá fóstursyni hans, Júlíusi A. Frímannssyni. Síðustu árin var hún
á Héraðshælinu á Blönduósi og dó þar.
Hólmfríður var alltaf vinnandi hjá öðrunr. Var hún hin mesta
dugnaðarkona og frábærlega dygg og trú í öllum störfunr. Hún var
prýðisvel greind, bókhneigð og fróð um margt. Hún giftist ekki og
var barnlaus.
Guðmundur Jósejsson fyrrv. bóndi í Nýpukoti andaðist á Héraðs-