Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 66
INGA SKARPHÉÐINS, Blönduósi:
Gömlu lijónin í gula núsinu
Hversu fátæk sem við erum, þá er það svo, að allir eiga í fórum
sínum sjóð, misjafnlega dýrmætan reyndar. Enginn getur tekið hann
frá okkur og honum grandar hvorki mölur eða ryð. Þetta eru minn-
ingar frá liðinni ævi. í einrúmi geturn við notið þess að rekja þræð-
ina, sem eru í rauninni uppistaðan í lífi okkar. Við minnumst vina
okkar, sem horfnir eru og í kringum okkur verður hlýtt og bjart.
Það er endurskin frá ást þeirra og velvild. Um það sem olli sárs-
auka viljum við minna hugsa, en stundum er þetta svo samtvinnað,
að ekki verður sundur skilið.
Þannig er það, þegar ég minnist gömlu hjónanna í gula húsinu.
Við flytjum í ókunnan stað, þar sem við þekkjum engan mann.
Við sjáum húsin standa í röðum. Sum eru falleg, en önnur Ijót, en
öll eiga þau sér sína sögu. Fólkið, sem í þeim býr á sér ótal sögur
og leyndarmál. Það stríðir þar og gleðst, lifir og deyr.
Aðeins örfáar sögur þekkjum við. Eitt sögubrot er ég að reyna að
setja á blað, en þeir sem gætu lesið á milli línanna, gætu séð þar
sorgarsögu tveggja einstæðinga, sem þjáðust andlega og líkamlega.
Dauðinn einn gat fært þeim frið. Þau trúðu á annað og betra líf,
sem við tæki, að loknu þessu.
INGA SKARPHÉÐINSDÓTTIR, húsmóðir, Blönduósi. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Halldóra Jónsdóttir og Skarphéðinn Einarsson, gullsmið-
ur. — Gift Ragnari Jónssyni, bókaverði við Héraðsbókasafnið á Blöndu-
ósi. — Hún hefur skrifað sögur og frásagnir í tímarit, m. a. Vikuna, Séð
og lifað og í Húnavökuna. Einnig hafa verið lesnar upp sögur eftir hana
í útvarpið.