Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 79
HÚNAVAKA
77
gætum alltaf breitt undir okkur. Við töpuðum þeiin oft, þegar
snögghvessti og sjórinn gekk yfir skerið. Mamma gat aldrei skilið,
hvernig ég færi að því að týna svo mörgum handklæðum.
Ég settist á klettastallinn, þar sem við höfðum afklæðzt. Við höfð-
um úthúið felustaði fyrir fötin, hver út af fyrir sig. Ég leit á minn
gamla stað og gladdist yfir, að allt var óbreytt. Það var enn hlýtt í
lofti, og sjórinn freistaði mín, sléttur og ívið rauðleitur. Ég litaðist
um. Enginn var sjáanlegur. Ég stökk á fætur, afklæddist og lét föt-
in í felustaðinn. Ég hljóp eftir mjúkum sandinum og naut þess að
beita herum fótunum. Ég sneri út í sjóinn og gusurnar gengu yfir
mig, ég hljóp þar til ég missti fótanna og skall áfram. Svalt vatnið
luktist um mio, og és fann gamla sælutilfinninsu hríslast um æðar
mínar. Ég tók stefnuna á skerið; synti fyrst á bringunni, en skipti
svo yfir á bakið. Ég varð hreykinn af að finna á mér nálægð skersins,
án þess að sjá það. Ég dólaði síðasta spiilinn, en hrökk við, þegar ég
sá ungan mann sitja þar. Hann studdi olnbogum á hné og hvíldi
hökuna á hnúunum. Hann horfði í sólina og virtist niðursokkinn í
hugsanir sínar. Ég gerði viljandi dálítinn hávaða, um leið og ég
renndi að skerinu. Hann leit undrandi upp. „Góða kvöldið,“ sagði
ég. „Gott kvöld.“ Ég virti hann vandlega fyrir mér, fannst ég kann-
ast við svipinn. Hann varð fyrri til máls. „Þú ert læknir, er það
ekki?“ „Jú,“ sagði ég. „Ég er í leyfi hér heima, stunda framhalds-
nám í Þýzkalandi. Þú ert ekki héðan?“ „Nei, ég er nýfluttur. Ég er
ráðinn sem sýsluskrifari.“ — „Það er alveg rétt. Þú ert góður sund-
maður. Ég hef séð nafnið þitt og myndir af þér í hlöðunum." Ég
athugaði handklæðasprunguna. „Heppnin er með mér,“ sagði ég,
„hér eru handklæði eins og í gamla daga.“ Ég batt eitt um mittið
en breiddi annað á skerið. — „Strákarnir leika sér oft hér,“ sagði
hann. „Ég ætlaði ekki að þekkja þorpið aftur,“ sagði ég, „það hefur
stækkað svo og hreytzt. En hér er allt eins og það var. Ég er að rifja
upp gamlar endurminningar. Ég lék mér hér öllum stundum.“ —
„Heima er líkt landslag," sagði hann. „Við vorum líka alltaf að
busla.“ — Út við sjóndeildarhringinn var sólin komin niður að yfir-
horði sjávarins, stór, glóandi eldhnöttur, sem gullroðaði vatns-
flötinn. „Hér er fagurt sólsetur,“ sagði hann. — „Já,“ sagði ég, „ég
hef oft saknað þess.“ — Við sátum um stund í lotningarkenndri þögn
og horfðum á sólina sökkva í hafið. Ég reif mig upp úr dvalanum,
jregar síðasti geislinn var horfinn. „Það fer að kula, eigum við ekki