Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 144
142
HÚNAVAKA
það skralldunkasafn til að spila fyrir dansinum á laugardagskveldið.
Nei, til þess var nú of langt á milli. Jæja, þá hefur hann nú lokið
\ið ljáinn og labbar heimleiðis.
Nú liðu dagarnir, hver af öðrum og snrástyttist til laugardags.
Hanni er alltaf á einlægum spretti á milli bæjanna að búa allt undir
skemmtunina og helzt ekki við nokkurt verk. Eins og það er nú
líka heppilegt um hábjargræðistímann og alltaf þurrkar. Honum
Jóni finnst áreiðanlega nóg um. í bænum er allt á öðrum endan-
um. Allt lauslegt hefur verið flutt úr stofunni og sum herbergin eru
einnig rýmd, því að bæði þarf fólkið að hafa fataskipti, og svo á að
selja veitingar.
Svo er konrið laugardagskvöld. Fólkið er farið að drífa að fyrir
nokkru og alls staðar er troðningur. Jón gamli heldur sig inni í
svefnhúsi sínu og les „Tímann". Hann er kominn í betri fötin, því
að hann hefur nú hugsað sér að líta niður bráðum, þegar allt er
komið af stað. Hann getur þó alltaf hlustað á góðan upplestur og
Hanni hafði sagt honum að Tóti í Holti hefði lofað að lesa upp
og hann las ágætlega; það vissi Jón. Hann les nú tnn stund um hækk-
andi vísitölu, og aukna skatta og álagningar. Svo heyrir hann hina
fyrstu tóna harmónikunnar glymja um húsið. Guði sé lof að það
er þó ekki hljómsveitin. Hann les nokkra stund enn, en þá kemur
Stína vinnukona í dyrnar og spyr, hvort hann vilji ekki koma niður,
það eigi að fara að lesa upp. Hann leggur frá sér blaðið og staulast
niður. Þar niðri úir allt og grúir af fólki. Sumt þekkir hann og heils-
ar honum, en margir eru honum ókunnir og líta aðeins forvitnis-
lega á hann, þegar liann skákar sér púandi niður á stól hjá Hanna
syni sínum. Tóti í Holti þrammar nú að borði, sem stendur í miðju
stofunnar, montinn að vanda, og byrjar á að fá sér vænan teig úr
vatnsglasinu, er stendur á borðinu. Svo byrjar hann lesturinn. Hann
les kvæði, sem heitir „í hafísnum", Ijómandi fallegt og vel hugsað,
finnst Jóni. Þó efast hann nú um að svona mikil göfugmennska eins
og birtist í kvæðinu sé algeng. Honum hefur nú venjulega fundizt
sjálfselskan vilja sitja í fyrirrúmi hjá almenningi. Tóta er klappað
lof í lófa að loknunr lestri. Síðan hefst bögglauppboð og stjórnar
Hanni því. Hann hrópar sig hásan um kosti og gildi bögglanna. Jóni
finnst lítið til þessa koma. í flestum er eitthvert ómerkilegt skran,
sem er þó keypt dýru verði. Það eina, sem honum finnst nokkurs
um vert, er jólakaka ein mikil. Hreppir hana piltur utan úr þorp-