Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 37
HUNAVAKA
35
Þau voru bæði saman um tíma. Anna Þorgrímsdóttir, ljósnróðir,
hafði eiginlega opið hús fyrir alla gesti. Hún ltalði fi rúm á loftinu
í lnisi því, sem Páll Geirmundsson á nú. Hún gat liýst 12 gesti, því
að tveir og tveir sváfu saman í rúmi.
Manst þú eftir nokkrum flökkurum?
Nei, þeir eru fyrir mitt minni. Eg man að vísu eftir Lása (Niku-
lási), en hann gat ekki talizt iiakkari. Hann fékk stundum að vera
heima nótt og nótt. F.inu sinni rétt eftir að Lási gisti, finnast ekki
stígvélaskór, sem pahhi átti. Líklega þeir fyrstu, sem liann hefur
eignazt. Þeir voru ákaflega slitnir og átti að koma þeim til „sóln-
ingar“. Pabha dettur í hug hvort Lási hafi tekið þá. Svo þegar Lási
hefur verið nokkuð oft á ferðinni, en kemur ekki heima, hittir pahhi
hann og segir: „Þú helur líklega ekki rekizt á skó á loftinu, þar sem
þú svafst um daginn?“ „ Jú, jú, ég fór með {rá tii Lárusar, mér sýnd-
ist ekki vanþörf að láta gera við þá.“ Svona sneri liann sig út úr því.
Hann hafði farið með Jrá til Lárusar gamla í Klaufinni, sem gerði
við skó. Þar voru þeir, en auðvitað ekki á pabha nalni.
Hvað um ferðalög?
Eg hefi komið á sjó austur á Þistilfjörð, en landveg austur að Pét-
ursey í Mýrdal og vonast eftir að geta farið það, sem eftir er af
hringnum, þegar ég er hættur að vinna.
Hvenær byggðir þú þetta hús?
Arið 1947, þá var húsið hans F'.inars Guðmundssonar eina húsið
hér á bakkanum. Húsið var góð framkvæmd og mesta gróðabrall,
sem ég hefi gert. Mér var sagt að Jretta væri ekkert vit í þessu fyrir
nrig og ég átti náttúrlega ekki neitt, þegar byrjað var. Þá var ódýrt
að byggja á móti því sem nú er. Fyrir utan mína vinnu kostaði hús-
ið um 70 þúsund krónur. Ég vann að vísu nokkuð mikið í því sjálf-
ur. Húsið er 106 fermetrar. Ég hafði það svo stórt með hliðsjón af
því að ég gæti leigt af því nothæfa íbúð.
Hefur þú átt eitthvað af búfé um dagana?
Ég hef átt einn hest, eina kú og einn hund, það hefur verið bú-
stofninn minn um ævina.