Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 120
118
HÚNAVAKA
Heildarstigatala félaga: Vorboðinn hlaut 181 Vo stig og farand-
bikar U.S.A.H. í fyrsta sinn. Hvöt hlaut 145 stig, Fram 61, Umf.
Svínvetninga 501/2 og Umf. Hól. 2 stig. Vorboðinn vann því alla
bikarana að þessu sinni og er eina félagið sem hefur tekizt það á
sama móti.
Arið 19(i2 varð óslitin sigurganga Vorboðans og var það skemmti-
leg tilviljun að U.S.A.H. varð 50 ára á því ári og Vorboðinn er það
félag, sem lengst hefur starfað í sambandinu. Vorboðinn vann <>11
mót, sem U.S.A.H. gekkst fyrir á árinu. Auk Héraðsmótsins, sveita-
keppni í skák og Knattspyrnumót U.S.A.H.
Þar aö auki varð (iuðlaug Steingrímsdóttir þrefaldur íslands-
meistari og einnig Norðurlandsmeistari í 100 m. hlaupi á 12,7 sek.,
sem var jafnt gildandi Islandsmeti og hefur verið staðfest sem met-
iöfnun.
l. andsmót og fjórðitngsmól.
Nokkrir félagar Vorboðans hafa keppt fyrir U.S.A.H. á Lands-
mótum U.M.F.I. og meistaramótum og sumir staðið sig með ágæt-
um. Ber þar hæst systkinin Guðlaugu Steingrímsdóttur og Valdimar
Steingrímsson. Guðlaug varð Norðurlandsmeistari í 100 m. hl. 1959.
A meistaramóti Norðurlands 1900 varð Guðlaug Norðurlandsmeist-
ari í 100 m. hl. og langstökki og auk þess í 4x100 m. boðhl. Valdi-
mar Steingrímsson varð Norðurlandsmeistari í 200 m. hl. og Mar-
grét Hafsteinsdóttir í 4x100 m. boðhl. Á I.andsmóti U.M.F.Í. 1901
að Laugum hlaut Guðlaug bikar fyrir flest stig í greinum kvenna.
Af 17 þátttakendum U.S.A.H. voru 7 úr Vorboðanum, þau Ásbjörn
Sveinsson, Ásta Karlsdóttir, Rjö'rgólfur F.inarsson, Guðlaug Stein-
grímsdóttir, I.úvís Pétursson, Margrét Hafsteinsdóttir og Valdimar
Steingrímsson. Þar vann sveit U.S.A.H. 4x100 m. boðhlaup kvenna.
í sveitinni voru: Ásta Karlsdóttir (Vorb.), Margrét Sveinbergsdóttir
(Hvöt), Margrét Hafsteinsdóttir (Vorb.) og Guðlaug Steingríms-
dóttir (Vorb.).
Sama ár varð Guðlaug íslandsmeistari í 100 m. hlaupi og 4x100
m. boðhlaupi. Einnig varð Guðlaug Norðurlandsmeistari í 100 m.
hl. 1961 og Valdimar Norðurlandsmeistari í 400 m. hl. og 200 m.
hl. sama ár. 1962 varð Guðlaug íslandsmeistari í 100 m. hl., 200 m.
hl. og 4x100 m. boðhl. og Norðurlandsmeistari í 100 m. hlaupi.
4