Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 124
122
HÚNAVAKA
félagsmönnum, sem eflaust hafa margs að minnast frá veru sinni í
félaginu. Nú síðasta árið hefur verið um nokkra afturför að ræða í
íþróttamálum félagsins, en það kerntir fyrir hjá hverju fámennu fé-
lagi, þar sem sömu rnenn eru sjaldan lengi á toppinum. Þó er ekki
ástæða til kvíða, aðstaða til íþróttaiðkana er góð og nýir íþrótta-
menn vaxa upp. Að síðustu langar mig að setja hér skrá yfir verð-
launagripi Vorboðans, þar sem þeir eru bezta sönnun mikils áhuga
lélagsins í íþróttamálum.
I árslok 1964 átti Vorboðinn þessa verðlaunagripi:
Verðlaunabikar frá U.S.A.H. fyrir flest stig í kvennagreinum 1960.
Verðlaunabikar frá U.S.A.H. fyrir flest stig í kvennagreinum 1961.
Verðlaunabikar frá U.S.A.H. fyrir flest stig í kvennagreinum 1962.
Verðlaunabikar frá IJ.S.A.H. fyrir flest stig í karlagreinum 1962.
Verðlaunabikar frá U.S.A.H. fyrir flest stig í kvennagreinum 1963.
5 heiðurspeningar frá U.S.A.H. fyrir bezta þátttöku í íþróttavikunni
árin 1959, 1960, 1961, 1962 og 1963.
3 heiðurspeningar frá U.S.A.H. fyrir að vinna knattspyrnumót
U.S.A.H. árin 1959, 1962 og 1963.
jÓNATAN J. LÍNDAL, Holtastöðum:
Islenzkan
Þaðer oft um það rætt, að þessi ungmennafélög hafi ekkert að starfa.
Það er nú að vísu satt, að oft ber lítið á framkvæmdum hjá ung-
mennafélögunum, enda eru oftast í þeim unglingar, sem hafa litla
efnalega getu, en „auðurinn" er afl þeirra hluta, sem gjöra skal, eins
og málshátturinn segir. F.n þó megum við ekki gleyma því, að fleiri
öfl eru til og sum eins aflmikil og auðurinn.
Englendingar segja að jrað sé sannara, að þekkingin sé vald eða
afl heldur en auðurinn, og mun það satt. Enda mun þann, sem nóga
hefur þekkingu ekki þurfa neitt að skorta.