Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 109
HÚNAVAKA
107
Maður minnist svo margs, þegar farið er um þennan fornhelga
stað að það er ekki gott að segja hvað helzt skyldi nefna. Hér hafa
örlög einstakra manna og þjóðarinnar allrar verið ráðin.
Þetta er helgistaður Islendinga.
Það er margt, sem kemur í hugann á ferðum um landið, og hvað
er skemmtilegra en vera með kátum og glöðum félögum. Hver fer
um Fljótshlíðina og Landeyjar fram lijá Hlíðarenda og Bergþórs-
hvoli án þess að minnast Gunnars og Njáls og þeirra stórfenglegu
atburða, sem sagt er frá í Njálssögu. Hver kemur að Skálholti án
þess að í hugann komi einhverjir af þeim stórmennum, sem þar
hafa setið á biskupsstóli, og hver fer um Hvalfjarðarströndina án
þess að muna eftir sálmaskáldinu mikla Hallgrími Péturssyni.
Hólar í Hjaltadal, Reykholt, Borg á Mýrum, og Helgafell. Allir
þessir staðir hafa eitthvað stórfenglegt við sig. Biskuparnir á Hól-
um, góðir og vondir, Sinmri í Reykliolti, Egill Skallagríinsson á
Borg og Guðrún Osvífursdóttir á Helgafelli.
Allt eru þetta frægar persónur í sögunni. Þótt af ólíku sé tilefnið.
Drangey, þar sem útlaginn Grettir dvaldi lengst, eyðilegur staður,
en þar hef ég séð mest gras á jörðu, sem ég hef augum litið. Hvera-
vellir, þar sem enn sést móta fyrir hreysi Eyvindar og Höllu, úti-
legumannanna, sem hvergi áttu sér griðland.
Þar er mikill jarðhiti. Náttúruauðæfi, sem einhvern tíma verða
ef til vill notuð í þarfir fólksins, þó að í óbyggðum séu.
Já, allir eiga þessir staðir sína sögu, að vísu misjafnlega hugljúfa
og það er eins og maður giilli í söguhetjurnar í gegnum móðu
aldanna.
Það hefur alltaf háð félaginu að það hefur aldrei átt neitt hús
undir starfsemi sína og hefur þess vegna orðið að vera í lánshús-
næði, bæði með fundi sína og aðrar samkomur, sem það hefur hald-
ið. En þetta hefur bjargazt með lijálp velviljaðra manna, sem hafa
lánað heimili sín til fundarhalda fyrir félagið. Annars er lítið fund-
arhús í Engihlíð, sem hreppurinn á og hefir félagið stundum haft
fundi þar. Einnig voru stundum haldnar almennar samkomur þar
til ágóða fyrir félagsskapinn, en nú er það löngu hætt. Þar er engin
aðstaða til samkomuhalds eins og það gjörist nú á dögum.
Það hefur lengi verið áhugamál félagsins að koma sér upp eigin
húsnæði og hefur sótt um samvinnu við önnur félög og hreppinn,
en það hefur enn sem komið er strandað á sterkasta aðilanum, sem